Saturday 6 January 2007

Gamlar og nyjar frettir. Alte und neue Nachrichten.


Halló allir saman. Ekki mikið búið að gerast á þessari síðu undanfarið, en heldur betur búið að vera nóg að gera hjá okkur. Ástralía er líka frekar aftarlega á merinni varðandi nettengingar. Höfum ekkert komist á netið lengi.
Sit núna í bílnum okkar og er að grillast úr hita. Við erum að keyra frá Hervey bay til Arlie Beach í dag sem tekur svona 8-10 tíma. Þetta er lengsta keyrslan okkar hérna í Oz vo að þetta er í lagi. Nú verð ég að hugsa til baka og rifja síðustu daga upp. Jólin voru yndisleg hjá Vikký og fjölskyldu í Melbourne - Takk fyrir okkur elsku Vikký og Julian!! Svo flugum við til Brisbane og gistum þar í 3 nætur á þessu fína Hosteli. Við fengum nú rigningu meir og minna þann tíma sem við vorum í Briz og vorum bara hissa á þessari veðráttu. Við vorum nú ekki ein um það þar sem að þetta var talið mjög óvenjulegt af innfæddum. Veðurspáin lofaði heldur ekki góðu fyrir ferðina okkar til Fraser Island. En við skoðuðum allt það helsta i Brisbane og eyddum einum degi í Astrailia Zoo. Það var mjög gaman, en mjög sorglegt að Steve Irwin skuli vera dáinn.
Þann 28. des fengum við svo litla sæta rauða bílaleigu bílinn okkar og héldum strax af stað til Noosa. Það tók bara 2 tíma að keyra með nokkrum byrjenda mistökum! Helvítis stefnuljósin eru líka öfugumegin svo að rúðuþurrkurnar voru óspart notaðar til að sýna í hvaða átt við ætluðum. Einnig höfum við prufað að keyra á móti umferð, en sem betur fer var það úti á landi og svo til engin traffík :) Í Noosa vorum við í eina nótt. Það er mjög fallegur strandbær við hliðina á minnsta þjóðgarði Ástralíu. Þar var hins vegar múgur og margmenni og að horfa yfir ströndina minnti helst á teiknimynd, bumbur, brjóst og brimbretti hvert sem maður leit. Við eyddum deginum í að kíkja á bæinn og þjóðgarðinn og héldum svo af stað til Hervey Bay. Síðustu 100 km á leiðinni til Hervey bay voru eitt allsherjar morð. Það var road kill út um allt, kengúrur af öllum stærðum og gerðum, minnkar omfl. Við létum okkar eftir liggja og brunuðum yfir nokkra froska og eitthvað dýr sem ég veit ekki hvað er. Risaflugur og pöddur dundu á bílnum svo að rúðuþurrkurnar komu að góðum notkum, hefði samt verið best að fara út að skafa! Þann 30.des var svo haldið af stað til Fraser Island sem er stærsta sandeyja í heimi sem er jafnframt þakin regnskógi.
Fraser Island:
Á Fraser fórum við í self drive safari og útilegu í 2 nætur yfir áramótin, ásamt 6 öðru fólki sem við höfðum aldrei séð áður. Það var frábært. Hópurinn saman stóð af pari frá Japan, pari frá Þýskalandi, tveimur stelpum frá Finnlandi og okkur. Við fíluðum finnsku stelpurnar best og deildum tjaldi með þeim. Þýska parið drap stemmningu svolítið því þau hættu að tala saman og voru í fílu. Við hin reyndum bara að vera í tvöföldu stuði fyrir vikið. Á Fraser eru enga götur bara sandslóðar og 100 km strönd sem að maður brunar upp og niður. Við skoðuðum allt það helsta, syntum í nokkrum vötnum og létum okkur fljóta niður lækinn í Eli Creek. Það var á gamlárdag og allir ástralarnir sem voru á eyjunni söfnuðust þar saman yfir daginn í strandstemmningu. Það voru jeppar úr um allt, tónlist í hverjum bíl og folk lá bara á sólstólum úti í læk. Aðrir röltu upp og niður lækinn, en flestir þá alltaf með kæliboxið í bandi. Náttúru upplifunin var stórkostleg á Fraser. Frá Indian head klettinum sáum við skjldbökur í sjónum, barracudafiska og hákarl! Annars eru Dingóar um alla eyjuna og maður þarf að passa að læsa allann mat inni í bílum og taka til eftir sig, tjald nágrannar okkar fengu nokkra Dingóa í heimsókn eina nóttina og voru ekki alveg að fíla það. Það var ansi skrítið að vera í útilegu á ströndinni og vera aldrei kalt! Annars var bara sandur út um allt, það er varað við að fara með myndavélar á eyjuna því sandurinn smígur inn í allt og alla. Allur matur var því með sand ívafi og þar sem ekki var hægt að vaska upp né fara í bað vorum við öll vel skítug þegar heim var komið. Læt þetta duga i bili og skrifa vonandi meira á morgun. By the way, það er 32 stiga hiti hérna, úff!


Hallo, wieder mal,

In Australien ist es gar nicht so leicht online zu bleiben. Die sind da noch ein bisschen hinten. Aber egal. In den letzten Tagen haben wir ja ziemlich viel gemacht. Fangen wir mal mit dem Australien Zoo, dem zu Hause des Crocodile Hunter, an. Da gab es Crocs, Schlangen, Tiger, Kangorus, und und und.... Da koennte ich noch lange aufzaehlen. Der Zoo war seine Dollar wert.
Die Tage in Brisbane waren auch ganz angenehm. Nur das Wetter hat nicht mitgespielt. Es war eher auf der kaelteren und regnerischen Seite. Aber das ist man ja vom Norden her gewohnt. Dort haben wir dann ein Auto gemietet. Und wie ihr sicher schon gewusst habt, in Australien ist linksfahren angesagt. Und im grossen und ganzen hat das auch gut geklappt. Von dem Abgesehen, dass wir einmal falsch aus einem Kreisverkehr herraus gefahren sind, anstatt des Blinkers immer den Scheibenwischer in gang gesetzt haben, und noch ein paar mal auf die falsche Strassenseite eingebogen sind. Aber jetzt, nach ueber 2000km hat man sich schon ein bisschen daran gewoehnt.
Dann waren wir ja noch auf Frasier Island. Wir waren 8 Personen, 2 Deutsche, 2 Finninen, 2 Japaner und wir. Und natuerlich einen Toyota Landcruiser. Dort hatten wir 75 milen Sandstrand, Urwald, super schoene Seen, Dingos,... Ja und von einer Klippe haben wir Rochen, einen Hai, einige Schildkroeten und einen grossen Barakuda ,der fuer uns eine kleine Vorfuehrung gemacht hat, gesehen.
Und der Sand dort, der ist so fein, den hat es ueberrall hinein geblasen, in das Zelt, Rucksack, ja sogar auf das Abendessen,....
Die 3 Tage waren bis jetzt sicher eine der gewaltigsten.
Jetzt geht die Internet Zeit zu Ende, der Rest muss halt wieder mal warten.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ essskurnar okkar. Gaman að fá loksins fréttir og nýjar myndir og gott að vita að allt gengur vel og þið eruð ekki í þýskri herfílu út í hvort annað :-) Ég er búin að prófa að hringja nokkrum sinnum í ástralska númerið en næ ekki í gegn. Við tékkum á ykkur í kvöld (ég held að það sé nótt hjá ykkur núna). Munið að vera dugleg að skrifa niður ferðasöguna, frekar meira en minna.

Knús frá Horsensfamilien, sem hlakkar mikið til 10. janúar, þegar Hlynur er búinn í prófunum :-)

Anonymous said...

Geðveikar myndir. Flottur dýragarður! Uppstoppað dýr með þér á myndinni Linda eða ekki?
ask