Friday, 22 February 2008

Skemmtilegur dagur

Oh, þetta er búinn að vera svo fínn föstudagur.
Peter var í fríi í skólanum vegna þess að í gær skiluðu þeir fyrsta verkefninu og héldu fyrsta fyrirlesturinn sinn. Það gekk bara mjög vel hjá þeim og þetta var bara gaman. Þeir þurftu að hanna hús fyrir stúdenta og var þetta skemmtileg útkoma hjá þeim.

Ég var á bakvakt í vinnunni í dag og var sem betur fer ekki kölluð út. Ég var nokkuð frökk og ákvað að njóta dagsins með Peter, ís tað þess að bíða með heima með símann í hendinni. Við fórum út fyrir hádegi og vorum að koma heim núna um 1 leytið e. miðnætti.
Við hjóluðum um alla borgina, fórum að litlu hafmeyjunni, í Amalieborg, skoðuðum nýja leikhúsið sem var opnað síðustu helgi og tókum smá menningar pakka í borginni. Mjög gaman að hjóla svona og njóta þess að eiga frí. Svo fórum við út að borða í hádeginu niðrí miðbæ og hittum svo loks Lísu mágkonu á Strikinu ásamt 8 galvöskum vinkonum hennar frá Íslandi. Við fórum á kaffihús með þeim og hjóluðum svo áfram heim á leið. En við komum við í frábærri bókabúð á leiðinni og keyptum okkur bók með hjólaleiðum og kortum um Danmörku, sem við munum vonandi nota óspart í framtíðinni.

Svo ákváðum við að reyna að klára að kaupa nokkrar afmælisgjafir og stoppuðum á nokkrum stöðum til að græja það. Þá var kominn kvöldmatar tími og við vorum boðin í mat til Hildar og Hjölla, þannig að við brunuðum beint þangað.
Þar beið okkar dýrindis matur og skemmtilegt kvöld, þar til að við hjóluðum heim. Hildur eldaði 2 kjúklinga með 70 hvítlauksrifjum!!! Þetta var mjög gott og ekkert svo mikið hvítlauskbragð. Skemmtilegur dagur og kvöld.

Það er búið að vera frekar mikill vindur í dag og stundum var maður að hjóla á fullu, þá kom svaka mótvindur og maður stoppaði næstum því á staðnum. Maður þurfti stundum að taka á honum stóra sínum og mér fannst ég ekkert komast áfram á tímabili. Peter sagði nokkuð oft að þetta væri nú ekkert miðað við sem hann væri vanur frá Íslandi, svo að maður er bara ánægður með þennann frábæra samgöngu máta hérna í Köben og veðrið líka.

Ég er búin að fá nýja vinnuskrá sem er vægast sagt nokkuð strembin. Ég byrja á því að vera 1 viku í Gautaborg og fljúga þaðan, svo verð ég bara að fljúga frá Köben. Enda er ég ánægð með það, nýbúin að kaupa mér kort í ræktina og langar að komast aðeins í að nota það og að sjálfsögðu langar mig í fleiri hjólatúra.
Jæja, verð að fara að sofa. Vinna á morgun og sunnudag...jei.

4 comments:

Anonymous said...

Va, er svo abbo ad thu getir hjolad ut um allt. Langar lika ad bua i Danmorku. Sakna thin alltaf. Ebbilius

Anonymous said...

Hæ elskurnar.
Gaman að lesa um veru ykkar í Koben.
Knús og kossar
Hildur og Tinna Rut

Anonymous said...

Vá, ég sé alveg kúluhjólarass vera að myndast! Langar líka að vera með ykkur að hjóla, annars er ég enþá massa dugleg í ræktinni og ætla að halda því áfram, er búin að fara niður um5,06% í fitu, helmingurinn eftir...gaman. Prófa að hringja í þig í kvöld gull.
ask

Iris Heidur said...

Hæ baunirnar ykkar!
Mikið er ég fegi að sjá ykkur blogga á ný, þá get ég fylgst aðeins með gangi lífsins þarna í flatlendinu. Hjá hvaða flugfélagi ertu Linda?
Frábært að sjá og heyra hvað allt gengur vel ;)
Knús og kossar