Jæja, vorum að koma heim úr power shopping með Hildi og Hjölla. Við fórum Ilva, Jysk, Ikea og vorum ekki nema í svona 5 tíma. en þetta var góð ferð og við versluðum nauðsynlega hluti eins og hillur ofl. Þannig að nú eigum við að geta tekið upp úr síðustu kössunum og gengið frá því síðasta.
Annars er ég búin á námskeiðinu og gekk þrusuvel í prófinu. Svo fer ég til Malmö á fimmtudaginn og flýg til Egyptalands á föstudaginn, beint aftur til Malmö og með lest heim til Köben. Strax daginn eftir flýg ég Köben - Mílanó og svo fæ ég tveggja daga frí minnir mig. Skráin mín er ágæt, en það verður örugglega erfitt að vera á standby því þá þarf ég alltaf að vera heima og komast á kastrup á innan við klukkutíma. En það reddast allt saman. Ég er nú ekki nema svona 30 -40 mín héðan.
Peter fór ekki í ferðina sína, hann var bara rosa veikur og lá alla helgina. En núna er skólinn byrjaður hjá honum. Honum líst ágætlega á þetta og er að teikna eitthvað hús akkúrat núna.
Veðrið hérna er búið að vera mjög fínt, allt að 10 stiga hiti í sólinn og logn. Það var nú kalt í dag samt. En maður er eiginlega fegin að vera ekki að berjast í snjónum heima og unir sér vel á hjólinu í góða veðrinu.
Jæja, læt þetta duga í bili. Verið nú dugleg að slá á þráðinn til okkar.
Hilsen
Tuesday, 12 February 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sæta fólk!!!
askurinn
Hæhæ
Gaman að það gengur vel og ykkur lítist vel á. Hér rignir og rignir þessa dagana.
Söknum ykkar.
Kveðja,
Hildur & Tinna Rut
Post a Comment