
Hæ kæru vinir,
Þá er netið og síminn komin í gang. Heimasíminn er 496-0930 og það er eins og að hringja í heimasíma á íslandi. Ekkert forval og kostar ekkert meira.
Annars er Peter byrjaður í skólanum og það er bara gaman. Þetta er svona kynningar vika og ferðalag um helgina hjá honum. Hann er kominn með flensu en verður að ná henni úr sér til að komast í sukkferðina.
Ég er búin að vera að taka online trainig fyrir flugið og bara brjálað að gera í að græja allt sem þarf að græja þegar maður flytur í nýtt land. Allt gengið mjög vel og ég læt ljós mitt skína á dönsku eins mikið og ég get. Ég er bara betri í dönsku heldur en ég hélt. Öll þessi flóknu orð eru eiginlega bara þau sömu og í þýskunni og þá er þetta ekkert mál...svona upp að vissu marki.
Ég byrja svo á 5 daga námskeið á morgun og það er haldið einhversstaðar hjá kastrup flugvelli. Þannig að það verður nóg að gera hjá mér og fínt að Peter er í ferðalagi.
Ég keypti geðveikt hjól í gær og það er ekkert smá gaman að hjóla á því. Þetta er svona týpískt Köben hjól, með körfu og alles.
Einnig fór ég í ræktina í gær, loksins. Hef ekkert gert í meira en mánuð.
Hlynur brósi, Lísa og strákarnir komu til okkar á föstudaginn og voru um helgina. Það var frábært að fá þau. Við fórum í Ikea og keyptum fullt af drasli, svo settu Hlynur og Peter þetta allt saman með dyggri aðstoð litlu strákanna. Við gerðum góðann mat, Peter og Lísa fóru út að hlaupa, ég bakaði heilsukonfekt með strákunum og fórum út að leika í frábæra garðinum okkar.
Þannig er nú það. Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Kveðjur frá Köben
2 comments:
Hae elsku Linda min, gott ad thu sert farin ad blogga aftur. Hlakka til ad sja myndir af ibudinni. Knus og kossar, Eva
Já, sammála þér Eva, keep on blogging Linda :-) Við Horsensbúar erum ótrúlega ánægð með flutningana til Köben og stefnum að því að flytja þangað sjálf eftir ár eða svo. Endilega setja inn myndir Linda, erum búin að missa af alls konar partýum, jólum og fleiru. Ananrs eru myndir af íbúðinni þeirra á barnalandssíðunni okkar www.bjorgvinfranz.barnaland.is ef þið verðið þreytt á að bíða :-)
Knús frá Horsens.
Post a Comment