Monday, 11 June 2007

Össs!

Hellú. Allt með kyrrum kjörum hér. Löppin ennþá í messi,fæ vonandi að vita hvað kom út úr röntgenmyndunum í dag. Þetta er frekar böggandi, en ég reyni bara að halda áfram. Var að koma frá Boston í gær, það var fínt. Ég var eiginlega þunn af þreytu og Peter var þunnur af drykkju og því skelltum við okkur í gönguferð um Úlfarsfellið í gærkveldi. Það var ansi hressandi.

Systir hans Peters kemur á fimmtudaginn og verður í viku og nokkrum dögum seinna fer Andy líka heim. Það er spurning um að fá bara leigjanda í herbergið, við verðum örugglega bara einmanna eftir að allir verða farnir. Eða ekki...

Jæja best að ryksuga búlluna og gera eitthvað að viti.

No comments: