Wednesday 30 May 2007

Veika löpp i vondum sko, sko...

Maður er búin að rembast við að setja inn myndir í nokkra daga, en forritið er eitthvað þreytt og því gengur þetta brösulega.
Ég kom þó inn nokkrum myndum af setningu Listahátíðar Reykjavíkur. Þá gengu risar berserksgang um borgina. Einnig eru myndir af nýja bílnum okkar. Þessar myndir voru sérstaklega teknar fyrir Hlyn og Lísu í Danmörku :)

Annars er öxlin að verða betri, þó hún verði kannski aldrei góð og ýmislegt sem þarf að passa að gera ekki. Hins vegar er hægri fóturinn á mér laskaður....(oh, get ekki öskrað nógu hátt til að lýsa ánægju minni). Ég byrjaði að finna til undir táberginu þegar ég var hjá Evu í usa og hef bara versnað síðan þá. í dag fór ég í síðasta tímann í bili útaf öxlinni og lét kíkja á fótinn í leiðinni. Þetta getur verið álagsbrot eða einhver liðbönd sem eru að gera uppreisn. Ég mun því halda áfram í sjúkraþjálfun útaf fætinum. Eins og er verð ég að hvíla svolítið og vera teipuð fram og til baka.
Peter er líka að glíma við sín meisli sem koma alltaf aftur og aftur. En það er álagsbrot á fæti við hné og bakverkir!!
Við erum alveg ágæt saman í þessm pakka.

Ég er stundum svolítð þrjósk og neita að vera eitthvað slösuð svo að ég skellti mér í fjallgöngu með fjallgongu klúbbi World Class í gær. Það var fínt en ég varð að drepast á leiðinni niður. Ég er samt að spá í að skella mér á línuskauta um borgina í dag og það á að vera allt í lagi.

Ég er búin að fá vinnuplan fyrir næsta mánuð og er mjög ánægð með það. Systir hans Peters (eldri) kemur væntanlega í júní og ég tek hana með mér til usa.

Það verður svo brjálað að gera næstu helgi. Peter og Andy ætla í veiði með Palla. Ég verð að vinna og fer svo í útskriftar veislu Önnu Svövu og á 10 ára menntaskóla reuinion...allt á sama tíma. En það verður stuð.

Þetta var helst í fréttum og ég reyni að koma þessum myndum inn á næstunni.
Adiu

6 comments:

Anonymous said...

OMG þessi meiðslasaga fer óneitanlega að minna mig á mig, ertu nokkuð að tala um tvö litlu beinin sem liggja við sinina í stórutáar tábergsliðnum...hehe. Annað mitt er skooo brotið síðan ég misbauð henni í pallatímum og vondum háhæluðum skóm. Anyway, æðislegar myndir og glæsilegur bíll, passar ykkur ferlega vel. Ohhh ég þori varla að segja Hlyni að Palli, Pési og Andy séu á leið í veiði um næstu helgi...meðan hann verður bara með sveittann skallan að læra fyrir próf.

Jæja, bið bara rosa vel að heilsa, er bara að fara sofa til að meika vinnuferðina til Köben á morgun.

Luvja...

Anonymous said...

Þú ert að grínast...ég er einmitt að tala um nákvæmlega þetta svæði. Mitt gæti nefnilega verið brotið vegna álags og eflaust vegna háhælaða skóa!!
Það mætti halda að ég hafi bara copy - pasteað sjúkrasöguna þína!
Svo er Peter að drepast í bakinu og Andy datt niður af stiga í dag og er allur í klessu á bakinu og á hendinni. Við gætum kannski fengið magnafslátt á slysó!
Linda

Anonymous said...

jiii, bíð spennt eftir að heyra í þér næste gang. Er að fara að sofa á Hótel Ascot Köbenhavn. Vildi bara láta þig vita að þetta táarvesen læknaðist með því að ég gerði ekki neitt og var ólétt í 3 ár í röð. Ekki hægt að hlaupa, hvað þá fara í pallatíma...en spinning ok.

Luvja Lísa köbenpía, búin að drekka 2 bjóra plús...

Anonymous said...

Aei lindan min,
Hvernig endar thetta med thig littli lasarus.

Anonymous said...

ubbs adeins og morg t i litli

Anonymous said...

Jæja Linda mín, mér heyrist þér ekkert veita af afslöppun í sveitasælunni minni :)og kannski strákunum bara líka.. er það nú ástand!! Farðu vel með þig góða og REYNDU að hægja aðeins á...veit það verður erfitt..hehe
Knús..Íris