Friday 25 May 2007

Er heima!

Góðann daginn segi ég nú bara.
Þá er maður komin heim á ný eftir frábæra ferð til henna Evu minnar og Jay.
Það var fínt í NY og gott að vera ekki í einhverju hendingskasti að versla. Ég kíkti í nokkrar búðir, fékk mér kaffi í góða veðrinu og skoðaði mannlífið. Svo rölti ég fram hjá Empier State og viti menn það var ekki röð!! Held að það hafi bara aldrei gerst svo að ég skellti mér að sjálfsögðu upp. Alltaf magnað að sjá NY að ofan. Ég hef nú líka flogið yfir borgina í þyrlu og það var frábært.
Ég var orðin frekar lúin og nennti ekki á Broadway sýningu og vildi líka hitta fólkið sem að ég átti að vinna með heim. Ég hitti þau á hótelinu og við fórum út að borða saman, geðveikur matur!!
Oh, mér finnst svo gaman að vera bara úti á götu í NY. Það er svo mikið af allskonar fólki og mikið að gerast. Ég gæti alveg gleymt mér þarna í nokkra daga.
Hey, svo hitti ég The Naked Cowboy á Times Square. Hann er oft í Jay Leno og fullt af þáttum. Ég tók myndir af kallinum.
Ég veit ekki alveg hvað var að gerast í borginni en það voru löggur út um allt. Oft var götum lokað og svo komu svona 50 löggubílar með ljósin á keyrandi á fullu framhjá. Svo var allt morandi í sjóliðum í hvítum fötum og landgönguliðum (hef aldrei notað þetta orð áður. Sem sagt bara rífandi stemmning í broginni í rosa góðu veðri.
Ferðin heim var bara busy og ég er hálf tætt hérna heim hjá mér.
Ég set inn myndir fljótlega.

3 comments:

Anonymous said...

Muna að loka sviganum, skildir mig eftir í lausu lofti og textinn rann bara til hliðar og er týndur einhverstaðar... ( ). þín ask

Anonymous said...

Hæ dúllur, æðislegt að heyra í þér um daginn og takk fyrir commentin á síðuna okkar. Fljótlega er liðið, svo þú mátt alveg fara að drífa myndir á síðuna...svo við óþolinmóðu getum séð ykkur sætulingana.

Knús og kyss :-)
P.s. Við mætum á árshátíðina hjá Aðalvík...vantar ekki veislustjóra??

*Gunz* said...

The naked cowboy er fyndinn.... Hann minnir mig alltaf á Lúlla úr Seljaskóla ;) Ég lennti líka í þessu með lögguna og mér var sagt að þetta væri hryðjuverka æfing. Það kippti sér enginn upp við þetta þegar ég sá þetta, því þetta er víst 2svar í mánuði eða e-ð álíka...