Saturday 24 May 2008

Daglegt líf

Hellú á laugardagsmorgni, mælirinn sýnir 17 gráður og sólin skín. Það eru líka komin frjókorn í loftið og ég því með mitt yndislega ofnæmi. Maður er farin að vakna lítandi út eins og Derrick gamli og þarf smá tíma tíma til að jafna sig í framan á morgnanna.

Annars er allt í blússandi fjöri hér á Borups Alle. Bumban vex hægt og rólega. Hingað til hef ég verið mjög ánægð með vökutíma barnsins, það sparkar villt og galið þegar ég er í vinnunni og svo líka aðeins á kvöldin, en sefur svo bara þegar ég sef. Vonandi verður þetta svona í framtíðinni. Ég fer til læknis eftir helgi í reglubundið tékk og svo er næsta mæðraskoðun í júní. Mér líður bara þrusuvel, hjóla um borg og bí og fer í ræktina 2-4 sinnum í viku. Öll svona bumbunámskeið hafa verið löngu uppseld hér í Köben og svo er ekkert í gangi yfir sumartímann og var ég svolítið leið yfir því að hafa ekki einu sinni tækifæri á að fara á svoleiðis. Maður hefði gott af því, verandi í nýju landi og ekki með alla vini og fjölskyldu í kringum sig. Eftir mikla þrautseigju eina föstudagsnóttina fann ég loksins laust pláss í meðgöngusundi í Hellerup og ég bókaði og borgaði med det samme. Það byrjar sem sagt á miðvikudaginn og er alltaf kl. 17. Sem þýðir að ég hætti þá að vinna kl. 16 og mun svo hjóla eins og ég eigi lífið að leysa til Hellerup. Við Peter fórum þessa leið í prufukeyrslu í gær og það tekur mig alveg 30 mín að hjóla þangað úr vinnunni, svo fer ég í sundið í 1 og hálfann tíma og svo tekur ca. 30 mín að hjóla heim. Þannig að það ætti að vera ágætis hreyfing fyrir daginn. Og ég hlakka til að byrja.

Ég er svaka ánægð í vinnunni og vinnufélagarnir allir orðir opnari og hressari. Fyrstu vikuna var ég bara: voða eru Danir eitthvað alvarlegir alltaf. En núna er maður farinn að rugla í þessu liði og það er bara stuð. Það var mikill föstudagur í fólki í gær og bar ægilega gaman. Það ráku allir upp stór augu þegar ég stóð upp einn morguninn og tikynnti hátt og snjallt að ég væri að fara út að reykja!! Það fannst mér svaka gaman að hrista aðeins upp í þessu liði, enda núna bara allir í stuði. Ég er með fullt af verkefnum og er orðin rosa flínk á tölvukerfin og hef fengið hrós fyrir að koma mér fljótt inn í hlutina. Það skiptir mann miklu máli.

Við kíktum á undnakeppnina í Eurovision hjá Hildi og Hjölla og vorum ánægð með að íSLand komst áfram. Við erum svo að fara í Sushi Eurovision partý í kvöld. Það er svona stundum að manni að langi að hafa bíl hér, sérstaklega þegar maður er búin að hjóla í og úr vinnu, vinna allann daginn og fara í ræktina. Svo ætlar maður í bíó eða skreppa í heimsókn og hjólar það allt líka. En svo þegar maður er komin af stað er það hressandi. Þannig að maður er alltaf í einhverjum nætur hjólatúrum um helgar.

Jæja, Peter er farinn að hjóla í nokkra tíma og ég ætla að fara í ræktina..ef ég nenni. Gleðilega Eurovision.

1 comment:

Anonymous said...

Ohhh, svo leidinlegt ad missa af simtalinu thinu. Reyni ad na i thig um helgina, er annars komin of seint heim a daginn til ad hringja i thig gullid mitt. Sakna thin svo mikid. Var med heimthra alla helgina, Eva