Wednesday 7 May 2008

Sól og hiti alla daga!

Takk fyrir kommentin elskurnar, gaman að heyra frá öllum.
Ja hérna, það er naumast veðrið hér í Köben. Bara sól og hiti alla daga. Það sem ég sakna mest núna eru sundlaugarnar á Íslandi, væri ekkert smá gott að skella sér í sund og sól eftir vinnu.

Það gengur alltaf betur og betur í vinnunni. Fyrst var maður eins og illa gerður hlutur og vantaði stundum verkefni, en núna að ég komin með fullt af verkefnum. Í næstu viku tek ég við einni aðgerð sem þarf að framkvæma 1 sinni í mánuði og tekur það nokkra daga. Ég fæ nema sem kemur 3x í viku til að hjálpa mér við það. Svo er ég í öllu eiginlega og svara líka í símann. Tala meira ensku núna í vinnunni en í síðustu viku því að við fengum nýjann group manager sem er bresk og flutti til DK um helgina, svo að það er fínt líka. Það er bara verst að það er ekki hægt að opna glugga því húsið er skot- og sprengjuhelt...say no more!

Bumban mín spratt bara út í síðustu viku og ég er oft í sjokki yfir henni. Peter er æginlega ánægður með hana og getur ekki látið mig í friði stundum. Ég er annars bara mjög hress, er með smá bakverki og vakna oft um kl. 4 á nóttunni og sofna ekki mikið eftir það. Ég ákvað því að byrja nýja rútínu í morgun. Fór fram úr rétt fyrir 6, skellti mér í íþróttafötin og hjólaði í vinnuna. Þar fór ég í ræktina og svo í sturtu og tók mig til, náði mér í morgunmat og byrjaði að vinna. Ekkert smá gott að hjóla svo heim í dag sólinni verandi búin að hreyfa mig og fór svo í pínku göngutúr með Peter. Ætla kannski að gera þetta 2-3 í viku núna. Eða bara eftir löngun og getu.
Maður er kannski ekki alltaf svona hress.
Á mánudaginn var ég til dæmis óviðræðuhæf af þreytu og fór bara að sofa um 9 leytið.

Við áttum rosa fína helgi. Það var frí á fimmt. og Horsens gengið skellti sér til okkar. Frábært að hittast og vera saman. Strákarnir eru líka svo sætir. Ég sagði þeim að ég væri með barn í maganum. Þeim fannst það greinilega merkilegt því þeir sögðu ömmu sinni frá því í símann og fleirum sem við fórum í heimsókn til. Við gerðum alveg fullt, fórum á Amager Stand í göngutúr, í Frederiksberg Have, á Bakken, í rosa flott barnaafmæli hjá Jakobi syni Sigga og Gunnhildar, kíktum á Jóa frænda og co.í Dragør, skelltum okkur í sund og ég veit ekki hvað og hvað. Þau fóru svo heim um hádegið á sunnudaginn og við Peter fórum í Frb. Have í sólbað og afslöppun.
Það er hægt að sjá myndir af herlegheitunm á síðunni hjá strákunum: http://barnaland.is/barn/18502/. Ég get látið ykkur hafa lykilorðið eða þig biðjið um það á síðunni.

Annars spáir bara áframhaldandi sól og hita hér og löng helgi framundan! Jibbý.

6 comments:

Anonymous said...

hæ sætustu!

Til hamingju með vinnuna, greinilega mjög spennandi!
annars erum við bara hérna í rigningunni á klakanum vonum að það batni fljótlega:(

mæli með snúningslaki sem allra fyrst, fer mun betur með bak og mjaðmir.
Nennirðu líka að senda mér adressuna ykkar svo að ég geti sent ykkur smá drasl
Annars er ég líklega að koma aðeins í helgarferð með vinkonunum í haust, kannski að ég fái að sjá síðustu mínutur bumbunnar:)

kveðja
Dísa, Óli og Styrmir Bergur

Anonymous said...

Oh, hljómar allt svo yndislegt, tel dagana þangað til ég kem. VEI
ask

Anonymous said...

google pagerank about seo backlink service high quality backlinks

Anonymous said...

peteroglinda.blogspot.com check my blog Reyndar brúnn bagging hádegismat þitt er aðeins meira heilbrigðara en borða skyndibita daglega og vikulega og þú munt sjá að það sem þú gerir sjálfur er í raun heilbrigðara val og þú ákveður hvað þú ert í raun að borða

Anonymous said...

Hi! I just want to offer you a huge thumbs up for the great information you've got right here on this post. I'll be coming back to your blog for more soon.

[url=http://xrumergeek.com]http://xrumergeek.com[/url]

Anonymous said...

You're so interesting! I do not think I've read a single thing like that before. So great to find somebody with a few unique thoughts on this issue. Seriously.. thank you for starting this up. This web site is one thing that is needed on the web, someone with a bit of originality!

[url=http://truebluepokies4u.com]pokies[/url]