Tuesday, 29 April 2008

Dagur 2 í vinnunni

Ég byrjaði að vinna í gær og það gengur bara vel. Ég þarf að læra á fullt af tölvukerfum, setja mig inní mikið af reglugerðum og koma mér inn í hlutina. Þetta tekur sinn tíma en er spennandi. Flestir sem ég vinn með eru danir svo að maður talar dönsku allann daginn, þrátt fyrir að opnbert tungumál fyrirtækisins er enska.

Ég er sem sagt að vinna í höfuðstöðvum A.P. Möller - Maersk Group sem er rétt hjá Litlu Hafmeyjunni. Þetta er svaka fyritæki og rosa hús. Það er stór líkamsræktarstöð, með spinningsal, pallasal og squass sal. Allt frítt fyrir starfsmenn. Svo er risa mötuneyti og maður borgar samasem og ekki neitt fyrir mat í vinnunni. Svo er boðið upp á frítt nudd í vinnutímanum!!!! Maður þarf bara að panta tíma með góðum fyrirvara. Svo eru hin ýmsu fríðindi sem að maður getur nýtt sér. Á kaffistofunni er svo fínasta kaffivél og Wii tölva. Í fyrsta skipti sem að ég kíkti þangað inn voru nokkrir menn í jakkafötum eins og vitleysingjar að spila virtual tennis á fullu, mjög fyndið.

Ég stefni á að hjóla í og úr vinnu. Sem er fínt ef að veðrið er svona gott eins og það hefur verið. Í dag var ég að stikna á leiðinni heim. Það tekur mig svona 30-40 mín að hjóla, með umferð.

Sem sagt bara vinna, vinna, vinna framundan :)

7 comments:

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg þarna stelpan þín! Og þetta er rosa hreyfing að hjóla svona mikið á hverjum degi. Verður í fanta formi í sumar. Gangi þér nú vel að læra allt og láttu okkur hin fylgjast með. :) Bið að heilsa Peter og litlu sætu Önnu eða Svövu sem er inn í þér.
bæjó
ask

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Baby on Board said...

hallo ihr 2 =)

endlich wieder mal fotos =)
aber bei linda kann man ja noch garnichts erkennen =)...
Den Ferdinand habt ihr ja auch drinnen hab ich gesehen =)

liebe grüße

Anonymous said...

Glætan Anna Svava vil benda þér á að Linda á tvær vinkonur sem heita Eva þannig að þar er komin tvöföld ástæða til að barnið heiti eitthvað annað en Anna eða Svava.
Hah!
Kveðja Eva Hrönn
Áram Linda á hjólinu, svaka sól og fínt veður í kröfugöngunni í dag.

Anonymous said...

Sammala Evu, frabert ad heyra med vinnuna og adstaeduna i vinnunni. Sakna tin alltaf, Hin Evan

Anonymous said...

Vá þetta er ekkert smá kúl vinnustaður og bara spurning um að vera ekkert að fara heim. Bara borða ódýrt í mötuneytinu, fara svo í ræktina og leika sér svo smá í Wii áður en maður fer í nudd svona fyrir svefninn.
Hlakka til að sjá þig og bumbuna þína þar sem þú verður bara sætari og sætari eftir því sem bumban stækkar.
Kv. Harpan

Anonymous said...

Rosalega ertu dugleg stelpa! Finnst þetta frábært, iss alveg þess virði að vera smá atvinnulaus og vera með áhyggjur og svo bara bíður þessi flotta vinna. Vá geggjað hlakka til að fylgjast með þér hörkuskvísa!! Verðum í bandi og gangi þér rosa vel!
Knúsknús Sigga Birna