Tuesday 8 May 2007

Ur balans


Lísa mín, það er nú gott að það sé aldrei grámygla í kringum Bilka. Verð kannski bara að koma og tékka á þessu hjá ykkur við tækifæri. En þú ruglar mig í ríminu...enda er það ekki erfitt. Ég veit nefnilega ekkert hvað er á planinu þessa daganna og er bara rugluð. Ef að ég væri með skott myndi ég hlaupa í hringi alla daga.

Mig langar til ykkar og að fara í nám, mig langar líka að labba yfir grænlandsjökul og fara til suður ameríku. Svo langar mig að bjarga heiminum, eða alla veganna Indlandi og Afríku og keppa í þrekmeistaranum eða fitness. Einnig langar mig stundum í aðra vinnu en stundum langar mig að búa í tjaldi á fimmvörðuhálsi. Í dag langar mig í jeppa á morgun í fólksbíl. Er ekki til uppskrift af lífinu...hvernig er hægt að leggja þetta á mann!! en annars er ég bara nokkuð stabíl.. það er alveg á tæru að ég er í vogarmerkinu og næ kannski aldrei jafnvægi.

Best að fara í bað..eða ætti ég að fara í sund :)

Æi ég gæti stundum kýlt mig!

8 comments:

Anonymous said...

Recipe For Life

4 cups of Love
2 cups of Loyalty
3 cups of Forgiveness
1 cup of Friendship
5 spoons of Hope
2 spoons of Tenderness
4 quarts of Faith
1 barrel of Laughter

Take Love and Loyalty, mix it thoroughly with Faith.
Blend it with Tenderness, Kindness & Understanding.
Sprinkle abundantly with Laughter.
Bake it with Sunshine.
Serve daily with Generous helpings.

Ten Rules for the Good Life

Never put off till tomorrow what you can do today.
Never trouble another for what you can do yourself.
Never spend your money before you have it.
Never buy what you do not want because it is cheap; it will never be dear to you.
Pride costs us more than hunger, thirst, and cold.
Never repent of having eaten too little.
Nothing is troublesome that we do willingly.
Don't let the evils which have never happened cost you pain.
Always take things by their smooth handle.
When angry, count to ten before you speak; if very angry, count to one hundred.

Og thannig er nu thad Linda min,

Anonymous said...

Vá, Eva mín. Takk fyrir þetta. Þú ert bara búin að redda málunum. En þetta er góð speki sem að maður ætti alltaf að hafa í huga.
Kv. Linda

Anonymous said...

Gott að þú ert búinn að leysa jeppi vs. fólksbíl dílemmuna...til hamingju með jeppann :-) Mér finnst nú vanta tifinnanlega eitt atriði á þennan lista og það er að eignast börn - hvar er það inni í prógramminu? Ég var nú að tala við Peter og hann vill flytja til Horsens og eignast nokkra krakka...taktu það nú líka inn í listann.

Það var nú gott að heyra í þér í gær og Pétur Steinn segir bara áfram "hva Linda" eins og þú sért bara horfin af yfirborði jarðar.

Flott speki hjá henni Evu, nema þarna "Never trouble another for what you can do your self" veit ekki alveg hvort ég samþykki það.

Knúsíknús

Anonymous said...

Af hverju geta karlmenn ekki átt börn. Mér er spurn!
Þar kemur það inn á listann..Ég er til þegar Peter getur orðið óléttur og rústað á sér sixpakkinu.
Nei, segi svona
Kv. Linda tinda

Anonymous said...

Linda mín, við erum ótrúlega heppnar að fá að gera þetta...þess vegna erum við sterkara kynið. Kannski frekar glatað samt að fá æðahnúta, slit og krumpað magaskinn í kaupbæti...hehe. Væri samt til í eitt enn ef Hlynur gengi með :-)

Anonymous said...

Hallo ihr zwei!!

Wie gehts?? Lange nichts mehr gehört von euch!
Peter, hast du dann die CD gefunden? Oder seid ihr noch beim einräumen? Skype bist auch nicht mehr online...

Okay muss jetzt los, haben heute noch Tennismeisterschaft =) *endlich*.

Tschüss

Anonymous said...

Sammala ther linda ad hluta til med thessar barneiginir. Hugsa oft um thad ef Jay gaeti ordid ofriskur i stadinn. En eg HELD samt ad thetta se mognud lifsreynsla ad hafa eitthvad i mallanum sinum. Vildi bara oska ad barneignarleyfi i USA vaeri lengra en 6 vikur. Veit ekki hvort eg hondli ad skilja barnid mitt eftir og maeta i vinnu 6 vikum seinna. Kannski bara ad flytja til Islands og byrja ad unga ut.

Anonymous said...

Já Linda mín...nú er bara að ákveða sig hvað það verður...eigin börn eða börn í Afríku?? En eitt get ég sagt þér og það er að ég öfunda karlmenn ekki neitt að geta ekki gengið né fætt þessi yndislegu börn okkar. Þetta er auðvitað bara það allra allra magnaðasta sem til er..so what þó við breytumst í vexti og svoleiðis..það er bara aukaatriði;) En ef ég þekki þig rétt þá verður þú hvort sem er kominn aftur með sixpakkann á no time! ...svo segi ég bara enn einu sinni..Linda þú ert ferlega góður penni..er alltaf hlæjandi þegar ég les bloggið þitt...Ellý þula hvað!?
Over....Íris