Friday 4 May 2007

Vinna og nytt e-mail

Ég veit ekkert eins leiðinlegt en þegar fólk skiptir um tölvupóstfang svo að ég ákvað að drífa í því og pirra ykkur öll.

Nýjasta nýtt er: lindahb@simnet.is og peter er: erler@simnet.is

Ég fór að vinna í gær og það gekk bara mjög vel. Sjúkraþjálfarinn minn var með áhyggjur af þessu og sagði mér að vera með bólgueyðandi í öllum töskum og kæligel í frysti þegar heim væri komið. En ég var svo samviskusöm að hlífa hægri hendinni að þegar heim var komið var ég að drepast í vinstri!! Er það nú.

ég hélt að ég myndi verða geðveikt þreytt eftir fyrsta daginn en ég er bara sprell alive. Fór út að hlaupa og svo í spinning og svo aftur út að hlaupa og er að spá í að fara í dans tíma í kvöld! En ég sé nú til með það, 2 morgunflug framundan.

Ég sakna þess mikið að vera ekki á ferðalagi. Fór í bónus um daginn í rigninu og roki og langaði mest að fara að grenja á bílastæðinu, þetta var svo grámyglulega hversdagslegt eitthvað að ég átti bara erfitt. o

oh, verð að þjóta í blómaval að kaupa mosaeyði - eruð þið ekki spennt. Segi ykkur frá því seinna...aarrgg!

2 comments:

Anonymous said...

Ohh loksins thegar eg var farin ad muna hitt emailid thitt. Gott ad heyra ad thu sert farin ad vinna aftur. Eg er oll ad koma til i bakinu, er reyndar alltaf rosa threytt i bakinu eftir langan vinnudag en "slowly but surely" tha kemur thetta allt saman. Sakna thin elsku Lindan min. Her er buid ad vera yndislega fallegt sol og sumar, sorry vard ad koma thvi ad af thvi ad eg er alltaf ad kvarta yfir vedrinu herna. Mig langar ad koma aftur til Islands i Juli. Aetla ad stefna ad thvi.

Anonymous said...

Gott að það gekk vel í vinnunni og þú getur keppt í þríþraut að loknum vinnudegi :-) Það er skoooo aldrei leiðinlegt að versla í Bilka hér í Horsens, engin grámygla nema kannski þegar maður borgar. Svo það verður nú skemmtilegt þegar þið Peter flytjið hérna út og getið verslað í sól og sumaryl :-)))