Friday 2 February 2007

NZ - The North Island

Hallí Halló!

Á norður eyju Nýja Sjálands fórum við fyrst til Turangi og tókum létta göngu þar í frábæaru veðri. Planið var svo að fara í fallhlífarstökk daginn eftir en þar sem veðrið var svo gott brunuðum við til Taupo og skelltum okkur strax í þetta. Við stukkum úr 15000ft hæð og það var KLIKKAÐ! Ég var ekkert stressuð fyrr en þeir sem stukku úr 12000ft voru farin úr vélinni og bara við vorum eftir og áttum eftir að fljúga hærra. Svo kom að því að henda sér út úr vélinni og það eina sem ég hugsaði var: Hvað ertu að gera, ertu eitthvað rugluð? En svo var bara að njóta frífallsins og vona það besta fyrir lendinguna. Benni, gaurinn sem stökk með mig sneri okkur í billjón hringi og gerði alls konar kúnstir sem fékk hjartað til að poppa upp í háls og aftur til baka. Hrikalega gaman.
- Daginn eftir var komið að smá hreyfingu og ekkert minna dugði en flottasta dagsganga NZ, The Tongario Crossing, 18 km. Það var vont veður þegar við lögðum af stað.......í ennþá verra veðri var ekki lengur fyndið að vera fegin að vera með vatnsheldann maskara.....rigning, blindaþoka og 60 km vindur.....Peter rígheldur í Lindu svo að hún fjúki ekki, enda þverhnípt niður báðar hlipar...Peter segir: Við stoppum ekki til að borða, við borðum bara í kvöld. Linda: Já, reynum bara að hlaupa svo að þetta verði fyrr búið. Eftir 6 tíma komumst við á leiðarenda, fegin að vera lifandi. Kvöldið var tekið í afþýðingu í heitri laug og þriggja tíma þvottavéla og þurrkara prógrammi, enda allt rennandi blautt og skítugt. Hrikalegt á meðan því stóð, en frábært eftir á. Svo keyptum við bara póstkort af öllu því sem við áttum að sjá á leiðinni, gaman að því.
- Í Rotorua, jarðhitasvæði, skoðuðum við hveri, geysira ofl. kunnulegt. Einnig eyddum við kvöldi í Mauri þorpi og snæddum þar dýrindis "Hangi" máltíð með innfæddum. Þá er maturinn eldaður í jörðinni í 4 klukkutíma, mjög gott allt saman.
- Eins og sést á kortinu fína keyrðum við í kringum Coromandel peninsula og fórum m.a. á Hot Water Beach. Þar leigir maður sér skóflu, skellir sér á ströndina og byrjar að grafa. Upp streymir heitt vatn og maður gerir sér sína eigin laug. Það var mjög fyndið að sjá allt fullorðna fólki skemmta sér konunglega við að moka í sandinum og mikill metnaður í sumum að hafa flottustu laugina. Ég nefni engin nöfn, en Peter nokkur tuflaðist þarna og allir enduðu á því að horfa öfundsaugum á okkar laug. Ég lá bara og bað hann um að færa sig frá sólinni þegar við átti.
- Við stoppuðum á mörgum skemmtilegum og fallegum stöðum á norður eyjunni og enduðum í Auckland, frábær borg það. Svo var það bara off to Thailand. Kíkið á myndirnar:)

Spaet aber doch, der Norden.
Dort angekommen sind wir gleich hoch zum Lake Tapo gefahren. Dort sind wir dann gleich Fallschirmspringen gewesen. Das Wetter war traumhaft, die Aussicht in 5 km war gigantisch, der Adrenalinspieg ist dann auch ein bisschen angestiegen und der Freefall fuer knapp 60sec war gewaltig.
- Am naechsten Tag haben wir dann die Tongario Querung gemacht. Eine etwa 7stuendige Wanderung. Und wie ihr euch denken konnt, hatten wir auch da wieder gewaltiges Wetter. GEWALTIG schlechtes Wetter. Windspitzen bis zu 70 km,
Temperaturen um die 5 Grad, Nebel und Regen vom Anfang bis zum Ende. Aber im nachhinein war es dann ja gar nicht so schlecht.
- Dann sind wir weiter nach Roturura. Ein Hochtemperaturengebiet. Von Geysieren, bis zu blubbernden Schlammloechern war da alles zu finden. Dort haben wir auch einen Abend mit den Eingeborenen , den Mauri, verbracht und ihre traditionelle Kuche probiert. Chicken, SChwein, Muscheln,Kalimari,....Austern. Aber von denen habe ich keine hinunter gebracht.
- Von dort weiter zum Hot Water Beach. Alle Touristen haben sich Schaufeln gemietet. Und wenn das alle machen dann machen wir es natuerlich auch. Damit bewaffnet haben wir uns ein Kosy Plaetzchen gesucht und haben wie all die
anderen angefangen ein Loch zu schaufeln. Und wie es halt so ist, hat sich unser Loch in einen Hotpott verwandelt. Unsere Grube hat sich von unten her mit heissem Wasser gefuellt. Das war nicht schlecht. Man ist sich vorgekommen wie
ein 10jaehriges Kind, Linda wollte immer den groessten und schoensten Pool haben.
Unser Letzter Stop war dann noch Auckland. Von dort sind wir dann ueber Sydney
nach Bangkok.
Das wars in NZ

3 comments:

Anonymous said...

Hæ Linda og Peter. Mikið er gaman að fylgast með ykkur. Við vorum að skoða myndirna frá ykkur þær eru alveg æðislegar og það hefur verið aldeilis kikk sem þið hafið fengið.Dísa hefur svo gaman að fylgast með ykkur í heimsferðinni.
Kiddý og Jón eru að fara á Flugleiðaball núna. Guðfinna hans Halla málaði Kiddý svaka flott og ég lánaði henni silfur skartgripina mína. Nú Sigurhanna lánaði Kiddý pelsinn sinn og systir var glæsileg. Jæja hafið það alltaf sem best.

þín mamma

Anonymous said...

Engar smá sögur... ég lifi mig alveg þvílíkt inn í þetta allt saman, kannski eins gott því ég mun aldrei þora í fallhlífarstökk :-)Ég fylgist s.s. grant með.
Hafið það áfram svona hrikalega skemmtilegt, en gerið ekkert mikið meira brjálæðislegt!!
Kv, Íris.

Anonymous said...

Hæ dúllur, var bara að skoða myndirnar aftur og vildi kvitta fyrir mig. Ég er oft að spá í hvenær og hvar við hittumst næst...en það er nú önnur saga. Allir biðja að heilsa hér, daginn er tekið að lengja og ég ætla að fara á tvíburakerrunni að sækja strákana á eftir og fara í göngutúr í góða veðrinu.

Saknaðarkveðjur frá kúkalöbbunum í Horsens.