Friday 23 February 2007

Bangkok baby!

Jæja, nú erum við komin til Pattaya á ný. Tókum rútu hingað í gær og Binni sótti okkur. Það er frábært að fá að vera hjá honum og aðeins að slaka á inni á heimili, ekki á hóteli. Planið hjá okkur hér er að senda einn hlussu pakka til Íslands og svo bara njóta þess að fara í nudd og á ströndina. Förum svo 26.feb til Indlands, holy cow!
Við fíluðum Bangkok bara þrusuvel. Margir sem við höfum hitt á ferðalaginu töluðu um að hún hefði verið of mikið af því góða og ekki liðið vel þar. Við bjuggumst því við að fá mennigarsjokk og taka crying game í sturtunni, en þetta var bara svaka gaman. Rútu tímarnir hérna eru ekki alveg að passa við planið sem gefið er upp. Við áttum að koma inn í Bangkok um 5-6 leytið um morgun, sem okkur þótti fínn tími. Maður sparar gistingu og getur bara farið beint í aksjón. Um 3 leytið vorum við sem sagt komin og öllum hent út á einhverjum vegakanti...ekki á rútustöðinni eins planið var. Ekki mikið að gera við því og leigubílstjórar rifust um að keyra okkur og alla hina. Við höfðum nákvæmlega engin plön og ákváðum að taka bíl á hostel sem við vissum um. Það var nú full og við bara í ræsinu í Bangkok. Tókum þá aftur leigubíl á hótel sem við vissum um og það var líka fullt en bara til 8 um morgunin. Þá skelltum við okkur bara á net kaffi og hringdum nokkur símtöl. Ég settist svo aðeins útfyrir og var bara að njóta morgunsins þegar það kemur til mín maður og spyr mig hvort að ég geti nokkuð borið vaselín á bakið á honum. Hann var að fá sér risadreka tattú og verandi einn á ferðalagi átti hann bágt með þetta. Ég bara, ekki málið og svo sátum við og spjölluðum um ferðirnar okkar og hann sýndi mér myndir, stórskrítinn Hollendingur samt sem áður. Eins gott að Peter kom ekki út fyrr en vaselín atriðið var búið. Já, svo kíktum við á konungshollina, prufuðum allskonar mat, enda ekki þverfótað fyrir matarstöndum úti á götu. Maður verður nú að undirbúa sig fyrir Deli-belly :)
En nú er ég farin á ströndina. Gaman að heyra í ykkur öllum.
Lísa mín, ekki málið að flytja til Dubai. Vid Peter höfum meira að segja tékkað á skíakennarajobbi þarna! Svo er örugglega líka hægt að kafa þarna. Nefndu bara daginn og við komum.

8 comments:

Anonymous said...

hallo ihr zwei!!

damit peter wieder deutsch schreibt, muss ich mal einen deutschen eintrag machen ;-)
Nette fotos habt ihr beim tauchen gemacht! natürlich sind die anderen auch gewaltig (wie peter immer schreibt :-))

Viel spaß in thailand noch!
Grüße Anita

Anonymous said...

Þetta vaselínatriði er náttúrulega snilld. Eitt af þessum mómentum sem hægt er að hlæja að forever. Hefði samt verið enn skemmtilegra ef Peter hefði komið að þessu. Gaman að heyra í ykkur Binna í símanum. Pétur Steinn getur vel sagt Inda og auðvita Deder, en hann er voða duglegur að tala þessa dagana. Ha bíbí, ha brabra, ha kisi, ha böbbinn (Björgvin) er vinsælast þessa dagana, alltaf að leita að einhverju.

Jæja, góða ferð til Indlands og ef það er í tísku að tattúvera dreka á bakið á sér...vinsamlegast sleppið því.

Anonymous said...

hæ hó hæ hó. Óli og Dísa hér í smá öfundsýkiskasti út af ferðinni en hey, maður vill nú frekar vera hér heima í frosti og roki sko. Hér eru bara -4 gráður og næs. hehehe en allavega vielen spas og have fun

Anonymous said...

Hae elskurnar,
Leidinlegt ad missa tvisvar af simtali fra ther i dag. Thetta var frekar kreisi dagur her i vinnunni. Er reyndar enntha ad vinna, en missi af ther thegar eg kem heim, thid verdid logd i hann. Hafid thad rosa gott i Indlandi. Hlakka til ad lesa um fleiri aevintyri. Fardu samt varlega i smyrja okunnuga menn Linda min ! Ekkert sma fyndin saga! Knus og kossar. Eva

Gulli said...

Var þessi vaselín-maður fallegur?

Gulli GUL

Anonymous said...

Hi Gulli minn! Gaman ad heyra fra ther. Verd ad valda ther vonbrigdum, vaselin madurinn var ekki saetur. Eiginlega var hann bara svona madur sem ad madur ber ekki vaselin a. Hlakka til ad hitta thig thega eg kem heim. Kv. Linda

Anonymous said...

Hallo Peter und Linda.
Peter, du hast ja ganz schön zugenommen!! Für die heurige Radsaison musst du fest abnehmen!
Bis in zwei Wochen nur mehr f d H.
Wünschen euch beiden noch ein schönen Ausklang und eine gute Anreise ins Tuxertal. Evelyn und Luggi

Anonymous said...

lech dür on mir sniepen!