Sunday 11 February 2007

Chiang Mai, Hiking etc.


Hellú,
Tveggja daga gonguferðin okkar var vægast sagt frábær í alla staði. Þvílík upplifun og skemmtun. Við vorum sótt á pick-up bíl með bekkjum og svo sóttum við 10 aðra sem voru með okkur í ferðinni. Við héldum öll að við færum svo í minibus út í sveit, en nei, nei, þetta var bílinn. Við komumst varla öll fyrir svo að Charlie - leiðsögumaðurinn hékk bara aftan á eða klifraði upp á þak. Við vorum frekar mikið að frjósa og gátum ekki andað útaf vindinum. En þetta tók nú enda. Það var stoppað á markaði og keypt í matinn. Við ákváðum að prufa sem flest af þessu skrítna dóti sem var þarna til sölu og keyptum m.a. banana chips, litlar kókosmjólkur pönnukökur, furðu ávexti og mjög skrítð Thailenskt nammi sem er allt einhverjir ávextir, við slepptum þó steiktu pöddunum. Bíllin henti okkur svo af í einhverju þorpi og við gengum þaðan með allt dótið okkar. Gangan var sem betur fer ekki bara í gegnum regnskóg, erum alveg komin með nóg af þeim. Við gengum yfir hrísgrjóna akra, upp og niður holt og hæðir og í gegnum nokkur mjög svo frumstæð þorp. Það var svolítið skrítið að ganga í gegnum þorpin og sjá hvernig fólkið lifir þar. Börnin veittu okkur althygli og ef að maður djókaði eitthvað á thailensku voru allir mjög hrifnir og kátir. Yndislegt fólk. Þegar við komum í þorpið okkar tóku konurnar á móti okkur með varning til sölu sem að þær gera og börnin létu mann ekki vera fyrr en maður keypti eitthvað. Peter og strákarnir léku svo heillengi við krakkana í fótbolta ogfl. Charlie sá um matseldina í hinu fína eldhúsi sem sést á myndunum. Svo var kveiktur varðeldur og karlarnir í þorpinu kíktu á okkur. Við gátum spjallað heilmikið með því að teikna í sandinn og nota hendurnar, því ekki töluðu þeir ensku. Ég er ekki ennþá að fatta hvernig ég gat haldið uppi samræðum við mállausann og heyrnalausann thailending, en við skemmtum okkur konunglega og hann vill að við sendum honum mynd af okkur. Í hópnum var frábært par, Gail og Spike, frá Skotlandi og Nýja Sjálandi. Spike er svona gaur sem að heldur uppi fjörinu og bara framkvæmir hlutina. Hann ruglaði þvílikt alla ferðina og við alltaf í kasti. Við gistum svo öll í bambus húsi, mjög kósí en frekar kalt. eftir gönguna á degi tvö og bað í fossi var komið að bamboo rafting. Því miður var ekki hægt að taka myndavélar með, svo engar myndir af geðveikinni sem átti sér stað þar. Peter og Spike gengu berserksgang á ánni. Vanalega situr fólk bara og nýtur þess að láta sig fljóta á ánni og verður kannski rassblautt. En það var ekki nógu gaman svo að þeir ákváðu að fara í klesssó við alla hina. Við Gail vorum bara saklaus fórnarlömb og fengum að gjalda fyrir að vera með þessum fíflum. Gaurarnir sem siglu flekanum hafa örugglega sjaldan upplifað annað eins, en allir skemmtu sér geðveitk vel og ekki var þurrann blett að finna á neinum sem var nálægt okkur. Það hefði þurft að eiga þetta á videó, maður var alveg hættur að pæla í að maður var í river rafting á 6 bambus staurum sem voru bundnir saman með gömlu reiðhjóladekki. Svo var farið i fílasafari og heim á hótel.
Daginn eftir fórum við að Gullna þrýhyrningnum, þar sem Laos, Burma og Thailand mætast og mestu ópíum viðskipti í heiminum fara/ fóru fram. Svo heimsóttum við Longneck ættbálka og fleiri, en myndirnar tala sínu máli varðandi það. Frá Chian Mai flugum við til Phuket, þaðan tókum við bát til Ko Phi Phi og þurftum næstum þvi að slást til að fá herbergi þar. Vorum þar í 2 daga. Skelltum okkur í bátsferð í 1 dag, fórum á strondina þar sem The Beach, með Leonardó Dicapria var tekin upp og snorkluðum út um allt. M.a, með hákörlum!! Frábært allt saman. erum núna á Ko Lanta í afslöppun í Bungalowinum okkar. Forum til Krabi á morgun og örugglega áfram til Ko samui þaðan. Gamana ð heyra frá ykkur öllum og af veðrinu heima, hehe.

Hallihallo,
In den letzten Tagen haben wir eine Trekkingtour mit Elefantenwanderung und Bambusrafting unternommen. Beim Zuletzt genannten sollte man ganz ruhig am Floss sitzen bleiben, doch Spike ( ein NZer) und ich hatten das nicht ganz verstanden. Am Ende waren Linda, ich , spike, und alle Guides der 5 Flosse schwimmend im Fluss.
Unsere Gruppe war einfach sensationell. Das hat richtig Spass gemacht.
Dann sind wir auch noch zum Goldenen Dreieck gefahren. Dort treffen sich Thailand, Burma, Laos. Auf dem Weg zuruck nach Chiang Mai sind wir noch zu den Long Neck Leuten. Der Name und die Fotos erklaeren alles. Die machen sich von klein auf (5 Jahren) eine Spirale aus Bronze um den Hals, und durch das Gewicht, ueber 10 kilo, drueckt es die Schultern nach unten.
Von Chiang Mai gings dann ab nach Phuket, dort haben wir aber nur uebernachtet, um dann am naechsten Tag gleich weiter nach Koh Phi Phi zu fahren. Dort mussten wir fast um ein Zimmer raufen. Aber wir hatten Glueck, und nachdem wir unser Gebaeck losgeworden sind, sind Linda und ich den Tsunami evacuation Weg hoch gegangen und ueber den Huegel auf einen kleineren und weniger besuchten Strand. Am Tag darauf gings dann weiter mit einem Bootstrip und viel schnorcheln. Ein Stop war auf einer kleiner Insel. Dort ist "The Beach" mit Leonardo Decaprio gedreht worden. Danach sind wir zum Shark Point, Das war unser erstes mal, dass wir die Möglichkeit hatten mit mehreren Haien zu schwimmen .
Jetzt sind wir aber schon in einem kleinen Bungalo in Koh Lanta, nahe Krabi. Das Wetter hier im Sueden ist gewaltig. 36 Grad im Schatten, und ca 28 Grad Wassertemperatur. Und Morgen gehts schon wieder weiter . Bis dann!!!

4 comments:

Anonymous said...

geðveikt geðveikt geðveikt gaman að þessu....
luv Rakel

Anonymous said...

Já og margar rosalega flottar myndir líka

Rakel

Anonymous said...

Djöfull er þetta örugglega gaman en ekki gleyna að það er svakalegt tivoli í köben.

Anonymous said...

Þetta er bara allt svo meiriháttar hjá ykkur. Kemur nákvæmlega ekkert á óvart að Peter hafi staðið fyrir einhverjum klessubátaleik í bambussiglingunni...það er bara Peter í hnotskurn. Man bara eftir sleðaferðinni í Tux og nokkrum sögum af ykkur í klessó þar. Ég hef smá áhyggjur af því að venjulegt líf verði eitthvað "boring" eftir þessa ferð, en vona að þið séuð tilbúin í pásu eftir þetta ævintýri.

Verð að taka undir með Sigga Andra, hvenær á að kíkja í Tívolí og Hosens??

Knús og mikið sakn frá öllum hér í Horsens.