Oh, það er nú naumast hvað það er búið að vera gott veður hérna síðustudaga! Frábært en samt stundum pirrandi fyrir fólk með helv.. ofnæmi. Það er nú ekki orðið mjög slæmt, hef oft verið verri. En það gerir manni erfiðara fyrir þegar maður vaknar eins og Derrik og þarf að fara í morgunflug. Svakalegir augnpokar niður á tær er ekki fögur sjón klukkan 5 á nóttu. Þá byrjar baráttan með kavíar augngelið og hef ég oft hugsað til gúrkunnar, en hef ekki haft tíma. Maður er samt orðin furðu fallegur þegar komið er til KEF, enda alltaf nettur andvari þar til að gera mann rjóðann í kinnum og hressann.
Ég skellti mér í Esjugöngu á mánudaginn í logni og sól. Það var æði. Ég fór bara ein með sjálfri mér, með nesti í bakpoka og ipod fyrir niðurleiðina. Maður verður jú að njóta kyrrðarinnar og útiverunnar líka.
Stefnan er tekin á Vífilfellið á morgun með hópi fólks úr World class. Ég verð því miður að sjá til hvort ég fer því ég er með flensu og þyngli í lungum.
Síðan 1.mars (fallið niður í Taj Mahal)hefur þetta ár ekki verið mér sérlega hliðhollt heilsulega séð. En ég er bjartsýn og stefni ótrauð áfram.
Hafið það gott til sjávar og sveita!
Wednesday, 13 June 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Aei Linda min, Thessi veikindi/meidsli hljota ad fara ad taka enda hja ther. Gaman ad heyra i ther fra Boston og kannski bara heyri eg aftur i ther um naest helgi. Las grein a mbl held eg ad thad seu ekki meira en 10 ar thangad til their verdi bunir ad finna laeknun a ofnaemi og astma.
Post a Comment