Saturday, 23 June 2007

Étin í Köben ofl.

Jii, hörkuvika að baki hjá mér.
Dani systir hans Peters kom til okkar á fimmtudaginn. Þá var ég í fjallgöngu á Vífilfellinu með hóp að góðu fólki. Oh, ég elska að labba á fjöll og vera úti.

Á föstudaginn varmaður aðeins að túrhestast með Dani og Andy og á laugardaginn fór Dani með mér til Boston. Það var þrusu gaman. Vún verslaði feitt og svo lentum við á djamminu með nokkrum sem voru með í ferðinni og söngvaranum í Living Syndication. Sem er rokkhljómsvet frá Boston. Það var þvílíkt stuð á okkur og alls staðar löbbuðum við bara beint inn og þurftum aldrei að borga. Daginn eftir var haldið áfram að versla fram á síðustu mínútu og svo þurfti ég að vinna heim. Ég var nett búin á því og fór að sofa um 9/10 leytið, en þurfti að vakna um 1 og fara til læknis út af löppinni. Sem betur fer eru verkirnir að fara og þetta lítur ekki eins illa út. Hann heldur að ég gæti verið brotin eða að blætt hafi inn á liðin hjá mér. Þarf ekki að gera neitt nema að ég fái verki aftur. Jibbý.

Peter skutlaði Andy út á völl í morgun, þá er hann farinn heim kallinn og við vitum örugglega ekkert hvað við eigum að gera með herbergið. Nei, ég segi svona.
Peter kom svo heim og fór að hjóla á Flúðir. Við erum að fara þangað í útilegu á eftir með fyrirtækinu hans. Ég var líka búin að plana hlaup á leiðinni. Við ætlum sem sagt að hittast við afleggjarann hjá Árnesi. Þar tekur hann bílinn og ég hleyp restina af leiðinni sem eru ca. 5-10 km. Það kemur í ljós. En við hlökkum til að fara í útilegu því við keyptum okkur svka fínt tjald í gær.

Nú þarf ég að fara að henda í bílinn og græja og gera.
Later
p.s. ó, var að lesa fyrirsögnina hjá mér. Ég fór sem sagt til Köben á fimmtudaginn og var stungin í klessu á 1 klukkutíma!! Ég hélt að ég væri með eitthvað heavy ofnæmi en svo fattaði ég þetta. djö moskító!

3 comments:

Anonymous said...

Ætlaði nú að skella inn þessu fína kommenti í gær, en var eitthvað syfjuð og sendi þér bara póst. Jæja, allavega vil ég biðjast afsökunar á þessum móttökum hjá moskítóinu hér í DK. Þetta er bara dónaskapur að stinga þig í bak og fyrir.

Svo vildi ég bara óska þess að ég gæti komið með þér í allar þessar fjallgöngur, því þetta er eitthvað sem mig langar að gera þegar ég verð stór. Ég gæti líka alveg hlaupið með þér til Flúða og bara tjúllast eitthvað í ræktinnni. Gott að löppin er betri...áfram Linda!

Anonymous said...

Alltaf sama actionið og lætin í þér góða mín..hehe..geturðu ekki bara sleppt beygjunni við Flúða-afleggjarann og haldið nokkuð hundruð km áfram austur á Höfn?!! Þig munar ekkert um það :)
Later skvís,
Íris

Anonymous said...

Nu er bara malid ad rifa upp romantikina. Ein i bui og tain ordin betri. Juhu! Sakna ykkar. Finn til med ther i moskitoinu, er i sma pakkanum, oll bolgin haegri vinstri, fekk meira ad segja bit undir auganu og eg leit it eins og eg vaeri med glodurauga. Skemmto skemmto. Ebbilius