Saturday 6 September 2008

Að vera Vog með valkvíða og ólétt!


Eins og flestir vita á fólk í vogarmerkinu frekar erfitt með að taka ákvarðanir og það þarf að vega og meta hitt og þetta. Óléttar konur verða svolitlar vogir og vita oftast ekkert hvað þær vilja í nokkra mánuði á meðgöngunni. En þegar maður er vog og ólétt þá er þetta svolítið erfitt á köflum.

Ég hef átt nokkur góð moment með að skipta um skoðanir á því sem mig langar í að borða, einnig hvort ég eigi að hjóla eða taka strætó. einu sinni lögðum við Peter tvisvar af stað á hjólunum en þurftum að snúa við því ég vildi svo frekar taka strætó, en svo vildi ég aftur hjóla en svo vildi ég frekar taka strætó!! En svona yfir allt hef ég verið frekar auðveld ólétt kona þó ég segi sjálf frá.

Nú er ég byrjuð í skólanum og ætti að vera búin að lesa einhver ógrynni af blaðsíðum, sem ég hef alveg áhuga á. En ég nenni því bara ekki alveg. Einnig á ég fullt í fangi með að fræðast um fæðingar, ungabörn og brjóstagjöf. Svo er alltaf gott að hafa eina létta skáldsögu í takinu, að hanga á Facebook og að kíkja stundum á sjónvarpið er líka tímafrekt. Þar sem ég get að sjálfsögðu ekki ákveðið hvað ég á að gera þá geri ég þetta allt í einu!! Sem að reynist stundum erfitt og þá sofnar maður bara undan álagi.

Ég var í fyrradag að horfa tv, með tölvuna í fanginu, leadership bókina í annarri hendinni, skáldsöguna opna við hliðina á mér og óléttubókina hinu megin við mig. Var samt á leiðinni að leggja mig og incase að það mynd ekki ganga sem skyldi tók ég Viðskiptasiðfræði bókina á þýsku, ásamt 3 litum af yfirstikunarpennum með upp í rúm. en mikið sofnar maður alltaf vel þegar maður er í skóla og á að vera að lesa eitthvað. Ég er bara ferlega þakklát fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni, því annars væri ég örugglega bara leið yfir því að þurfa að leggja mig yfir höfuð. Því það er svo ekki ég!

En nóg um þetta rugl. Það er 21 stiga hiti og ég get ekki alveg ákveðið hvað ég á að gera....

3 comments:

Anonymous said...

Hallo Linda und Peter und ...!
Ich hoffe, die Wartezeit auf euer Baby ist vorbei. Dein Bauch war ja gar nicht so groß, liebe Linda.
Unsere Tochter Birgit erwartet Ende September ihr Baby, aber sie hat den dickeren Bauch.
Wir (Moni, Manuel und Sepp) wünschen euch alles Gute!

peter said...

Lieber Sepp, wir sind noch am warten. Der termin wäre am 12. sept. Hoffentlich dauert es nicht länger.
Der bauch ist ein bisschen großer geworden als auf dem fotos.
Liebe Grüße nach Kals und an die Birgit.
Linda und Peter

Anonymous said...

hehe ég var að lesa þetta aftur núna mörgum mánuðum seinna- langaði að heyra í þér en það víst kominn nótt hjá þér dúllan mín.
leater din Rakel J