Thursday 4 September 2008

Ég elska sólina:)



Oh, það er svo gott að hafa sólina til að gera daginn skemmtilegri.
Nú er búið að vera svo fínt veður sl. daga að það er frábært. Maður fer alltaf út á stuttermabol og söndulum og er bara í góðum málum. Það er nú smá gola og í gær komu þrumur, eldingar og brjáluð rigning í 10 mín.

Ég er búin að mæta í alla tímanna í skólanum og í gær fór ég í þýskuna sem ég stefni á að vera í og taka prófið í. Þetta er engin þýskukennsla heldur kúrs í viðskiptasiðfræði á þýsku! Af 15 manns í bekknum voru 10 þjóðverjar og level umræðna ofl eftir því. Þýskt akademískt mál er mjög þungt og mikið eitthvað svo að maður var í smá sjokki, Ég skil allt en það tekur smá tíma ð melta þetta og koma sér í gírinn. Maður er líka soldið ruglaður, búin að reyna að tala dönsku í 8 mánuði, er að byrja að lesa á ensku aftur í skólanum, tala íslensku heima við og svo á maður allt í einu að tala þýsku. Ég finn það líka þegar ég tala í símann við fjölskyldu Peter að ég er alveg með dönskuna inn á milli og er frekar rugluð bara. En þetta reddast vonandi, ég verð bara að vera dugleg að þýskuvæða mig á ný.

Annars eru allir í skólanum fínir og gaman að mæta og hitta fólk. Ég fæ samt alltaf eitthvað mikilmennskubrjálæði eftir hvern tíma og langar ótrúlega að gera allt. Hins vegar eru skólabækurnar sem ég er búin að kaupa hið besta svefnmeðal, þannig ekki læt ég þær skemma fyrir mér lúrinn.

Ég er mjög hress annars, nú er bara vika og 1 dagur í settan dag. Ég er ennþá að hjóla og það er fínt, fer samt mjög varlega og Peter er alltaf að spyrja hvort að ég taki ekki bara strætó. En ég er bara 10 mín að hjóla í skólann og er alltaf á hjólastíg.
Ég hef ekki fundið fyrir bakverkjum, grindarverkjum né einhverjum óþægindum. Ætli maður hjóli ekki bara á fæðingardeildina, eða labbi bara. Það er bara ca. 1 km þangað og kannski fínt í hríðunum að hreyfa sig.

Það er bara brjálað að gera hjá mér í sociallífinu, núna er maður á lokaspretti frelsis tímabilsins í lífinu og verður að notafæra sér þetta. Það er nú oft að Peter er eitthvað þreyttur og vill fara heim, æi hann er óléttur greyið.
Á þriðjudaginn fór ég til Kollu nýju vinkonu minnar í hádegismat. Við kynntumst í matarboði hjá Soffíu og Árna síðustu helgi. Hún er með eina 7 mánaða og flutti hingað út í júní. Mjög gaman.
Í dag var ég svo á kaffihúsi með Dóru sem ég kynntist á djamminu í sumar. Hún var líka að byrja í Master í CBS og á 2 dætur. Hún er líka alveg yndisleg.
Svo ætla Mette og litla 7 vikna dóttirin Natalie Mai að kíkja til okkar eftir helgi. Og einnig langar okkur að bjóða fullt af fólki í mat og kaffi á næstunni. En ég ætla bara að láta þetta ráðast og langar helst bara að koma krakkanum í heiminn sem fyrst.

Nú var Peter að hringja að segja mér að honum seinki því hann er á barnum...svona eru þessir námsmenn.

Myndirnar eru af Mette og Mike, fórum með þeim á kaffihús um daginn og svo er ég með dóttur þeirra Natalie Mai, 5 eða 6 vikna gamla.

Jæja, ætla skella mér út í garð að lesa Leadership eða hina mjög svo skemmtilegu: Einführung in die Unternehmensethik: Erste theoretische, normative und praktische Aspekte!!!!! Ji, ef að maður sofnar ekki yfir þessu þá veit ég ekki hvað!

4 comments:

Anonymous said...

hæ sæta bumba
þú ert nú bara fædd í það að vera ólétt greinilega. Já manni fyndist það nú saga til næsta bæjar að labba bara á fæðingardeildina.

knús og kossar Rakel

Anonymous said...

hæhæ
rosalega gaman að heyra hveð þetta gengur vel hjá þér elsku linda :)
sendum bestu kveðjur og hlökkum til að heyra þegar litla krílið fæðist.

bestu kveðjur úr keflavíkinni
ingunn og c.o

Anonymous said...

Fer þér rosavel að halda á ungbarni en verður aðeins þægilegra að vera ekki bæði með risabumbu og barn.
Kv Eva

Anonymous said...

Eru Soffía og Árni alltaf með matarboð? Voðalegur dugnaður er þetta í þessum gestjafahjónum :-)

Þú ert líka greinilega ekkert smá dugleg, njóttu vel síðustu barnlausu daganna og gangi þér vel að koma krílinu í heiminn, það er æðislegt að vera mamma, og sérstaklega algjör lúxus þegar maður á bara eitt stykki barn :-)