Saturday, 26 April 2008

Góðar fréttir og nokkrar myndir






Góðu fréttirnar eru þær að ég er komin með vinnu og byrja á manudaginn. Þetta er búið að vera smá process og ég er búin að fara í 2 viðtöl og svo er búið að analysa mig niður í rass og til baka upp aftur í persónuleika prófum og ég veit ekki hvað og hvað.
En ég fékk heldur betur góða vinnu hja risa fyrirtækinu A.P. Möller-Maersk Group sem er bara spennandi og frábært að vera komin þangað inn!! Vei, vei. Þungu fargi af okkur létt!

Ég fékk líka úr blessaða TOEFL prófinu sem ég skellti mér í og fékk 643 stig af 660 mögulegum! Það þarf ca. 570 stig til að komast í námið mitt svo að ég er mjög ánægð með þetta.

Mamma hans Peters er ekki nógu góð þó að hún segi annað. En hún þarf væntanlega að fara á spítala í 3 vikur í Salzburg og svo á að sjá til. Æi, þetta er nú leiðinlegt. Þá er hún frekar langt í burtu og Dani nýkomin heim með Ferdinand litla. Við vonum það besta.

Í öllum harmleiknum sl. vikur gleymdi ég að segja frá því að Palli kom til okkar eftir að hafa verið nokkra daga í Horsens. Hann kom færandi hendi með íslenskann fisk og íslenska grillpönnu sem er hið mest þarfaþing. Við áttum saman rosa góða daga, kíktum á Frederiksberg- hverfið okkar, fórum í Christaníu, niður í bæ og út að borða. Mjög gaman að fá þig Palli og takk fyrir okkur!

Hér að ofan eru nokkrar myndir af ýmsu sl. vikur. Skemmtilegast finnst mér þó að sjá baksvipinn á mér á fyrstu myndinni...hehe

7 comments:

Anonymous said...

Aei Frabert. Til hamingju Linda min. Frabaerar frettir. Oh hvad eg er glod! Sakna thin saeta min, Eva

Anonymous said...

heheh, já Linda mín þú hefur greinilega elst að aftan orðin gráhrærð og með skalla, en mjög sæt að öðruleiti.... INNILEGA til hamingju með vinnuna og gangi þér vel fyrsta daginn á morgun. Við sendum styrkjandi strauma til mömmu hans Peters, en hjartað í henni hefur bara ekki þolað öll þessi góðu tíðindi af barnabarnaláninu.

Iris Heidur said...

Frábært! Til hamingju með vinnuna. Svo verðið þið að leyfa okkur að fylgjast með bumbubúanum, kannski eina bumbumynd eða svo?! :)
Bestu kveðjur, Íris

Anonymous said...

Hvernig var fyrsti dagurinn????? Vona ad allt hafi gengid vel! Ebbilius

Anonymous said...

Jibbí jibbí, gaman gaman, djöfull geturðu alltaf verið sæt Linda, eins og postulínsbrúða á efstu myndinni. Til hamingju endalaust!
Eru til íslenskar grillpönnur?
Kveðja Eva Hrönn

Anonymous said...

Jibbí jibbí, gaman gaman, djöfull geturðu alltaf verið sæt Linda, eins og postulínsbrúða á efstu myndinni. Til hamingju endalaust!
Eru til íslenskar grillpönnur?
Kveðja Eva Hrönn

Anonymous said...

Jibbí jibbí, gaman gaman, djöfull geturðu alltaf verið sæt Linda, eins og postulínsbrúða á efstu myndinni. Til hamingju endalaust!
Eru til íslenskar grillpönnur?
Kveðja Eva Hrönn