Oh, maður er bara orðlaus og búin á því.
Það gengur ekkert að finna vinnu og ég er að verða frekar þunglynd og áhyggjufull yfir því. Það skiptir höfuðmáli eins og staðan er núna.
Mamma hans Peters er enn á sjúkrahúsi og ekki var hægt að gera aðgerðina því þetta var alvarlegra en þeir héldu og þarf hún að vera lengur á spítalanum. Hún fékk líka ofnæmi fyrir skyggiefninu og bólgnaði öll upp í andlitinu og fl.
Björgvin Franz hans Hlyns brósa og Lísu fór í hálskirtlaúrtöku um daginn sem gekk ok. Á sunnudagsnóttina var farið að blæða hjá honum og fór hann og Lísa í flýti með sjúkrabíl á sjúkrahús og hann fór aftur í aðgerð. Hann var búin að æla allt út í blóði heima hjá sér og svo aftur í sjúkrabílnum. Hlynur var heima að þrífa blóð alla nóttina og að hafa áhyggjur af drengnum. Hann fór svo ósofinn í lokaprófið sitt morgunin eftir. Lísa greyið er líka búin að vera svefnlaus og búin á því eftir þessi átök öll sömul.
Peter er kominn með 3ju flensuna á 2 mánuðum og er bara ekki að meika það.
Ekkert gengur að selja bílinn heima og lánið á honum hækkar og hækkar. Fjúka því peningarnir út úm gluggann í notlaust blikk sem stendur óhreyft á Íslandi. Alveg það sem maður þarf á að halda.
Eini ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að við fórum í 20v sónar í dag og það lítur allt vel út.
En núna er komið nóg af þessum harmleik sem staðið yfir hefur og það þarf eitthvað að breytast svo að maður fari nú ekki yfir um. Hvað er eiginlega málið?
Tuesday, 22 April 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Vá! Vona að þetta sé komið gott. Sendi batakveðjur til allra!
Kv, Íris
Linda mín! Gætirðu sent mér heimilisfangið ykkar á
iris-hj@hotmail.com svo þið getið a.m.k. fengið boðskort í brúðkaupið þó ég viti að þið séuð pöntuð þennan dag :)
Vá, guð minn góður. Var að lesa þetta allt núna...æi gullið mitt!
Post a Comment