Sunday, 20 April 2008

Sól í Köben.


Hæ hó, það er allt ok að frétta héðan. Mamma hans Peters fer í aðgerð á morgun og fær væntanlega að fara heim á miðvikudaginn. Vonum að það gangi vel.

Við erum búin að eiga góða helgi annars. Hjölli, Arndís og Vala komu til okkar í mat á föstudagskvöldið og var það bara kósí. Svo er veðrið búið að vera frábært í gær og í dag. Bara eins og á góðum sumardegi á Íslandi, blár himinn, 15 - 20 stiga hiti og bara snilld.
Þetta er búin að vera allsherjar hjóla helgi hjá mér, byrjaði daginn á spinning tíma á föstudaginn. Í gær fórum við Peter í langann hjólatúr út á Amager Strandpark í frábæru veðri.(www.amager-strand.dk) Þar löbbuðum við útum allt og lögðum okkur svo í grasinu. Svo hjóluðum við niður í bæ og alls staðar var fólk á úti kaffihúsum og að spóka sig. Peter stefnir ennþá á maraþonið þrátt fyrir meiðsli og átti því að taka lengsta hlaup vikunnar í gær. Eftir hjólatúrinn fór hann af stað og var að hlaupa í Frederiksberg have. Veðrið var svo gott að ég hjólaði líka þangað og labbaði þar um, settist í grasið og las bók og Peter kom reglulega við og heilsaði upp á mig. Sem sagt bara frábær dagur og við orðin vel útitekin..eða ég er smá bleik...Peter stefnir náttúrulega á svartalitinn. Ósanngjarnt! Við hjóluðum sem sagt svona 25 km í gær og Peter hljóp svo álíka langt. Enda var hann alveg búin á því þegar hann kom heim.
Í dag fórum við svo aftur í góðann hjólatúr. Alla leið upp með Søerne og um Østerbro hverfið. Enduðum svo á því að leggja okkur í sólbað í garðinum þar sem Parken er. Þar var fólk í fótbolta, picknic og nokkrar voru á bikiní!! Mjög gott og hressandi allt saman. Núna er Peter að tækla lærdóminn því það er fyrsta evaluation á verkefninu þeirra á fimmtudaginn.
Hilsen úr sólinni.

4 comments:

Anonymous said...

Hæ sætu! Æji en gaman að vera úti að hjóla og sóla sig. Ágætis tilbreyting úr atvinnuleitar og skólabrjálæðinu. Hlökkum til að koma til ykkar í vikunni og gera eitthvað kósý og skemmtilegt. Björgvin telur með sinni skræku hálskirtlarödd einhverja daga og putta og var kominn niður í einn í kvöld...hehe. Já, mamma hans Peters er engum lík, hún er einhvern veginn alltaf að gera allt fyrir alla nema sjálfa sig...svo það er ósanngjarnt að hún komst ekki með í þessar ferðir sem voru planaðar eftir vinnuvetur.

Hlynur er að lesa bókina "Hver skeit á hausinn á moldvörpunni" fyrir strákana og þeir eru þvílíkt að ræða þetta, svo ég er í smá kasti hérna frammi.

Biðjum að heilsa Plús-Einum.

Hilsen frá Horsensgenginu.

Anonymous said...

bara skilja eftir mig spor :) mjög gott og gaman að koma í mat til ykkar :)enn og aftur takk fyrir mig!

kveðja VALA

Hjölli og Hildur said...

Takk fyrir matinn. Rock on

Anonymous said...

Það var gaman að fá ykkur í mat dúllurnar mínar. Yess, rock on!
Kv. Linda