Við fengum þær leiðinlegu fréttir í fyrradag að mamma hans Peters hefði verið send með sjúkrabíl upp á spítala þar sem að hún fékk vægt hjartaáfall. Hún er núna búin að vera á gjörgæslu í 2 daga og verður væntanlega flutt á morgun á spítalann í Innsbruck þar sem hún fer í frekari rannsóknir og hjartaþræðingu, jafnvel fær hún gangráð.
Þetta er mjög leiðilegt sértaklega í ljósi þess að hún vinnur 24/7 og gerir sjaldan nokkuð fyrir sjálfa sig. Á miðvikudaginn var síðasti vinnudagur vetrarins hjá þeim og hún átti að fara í 4 daga ferðalag með vinnufélugunum í gær. Einnig ætti hún að fara í spa ferð með tennisklúbbnum sínum í næstu viku. En það verður ekkert af þessu. Hún verður að taka því mjög rólega á næstunni, sem verður erfitt fyrir hana því hún er alltaf á fullu og nýfætt barn í húsinu líka. Hún kom heim úr vinnunni á miðvikudagskvöldið og var að drepast í hendinni, hún stökk því upp á loft og náði í blóðþrýstingsmæli og mældi þrýstinginn hjá sér. Hún sá að hann var sama sem og enginn og þá hringdi hún í vinnuna að láta vita að hún færi ekki með í ferðalagið..SVO hringdi hún á sjúkrabíl! Alveg ótrúleg!
Svo er Daniela systir hans Peters á örðum spítala, það hefði verið fínt að hafa þær á sama stað. Dani og Ferdinand heilsast vel og fá að fara heim eftir helgina. Konur eru miklu lengur á spítala í Austurríki og Danmörku eftir fæðingu en á Íslandi.
Já, svona er nú það.
Friday, 18 April 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Úff..leiðinlegt að heyra. Mögnuð kona greinilega. Vona að allt fari vel.
Kv, Íris
Post a Comment