

Nú er ég að fara til Gautaborgar í 8 daga í kvöld og mun fljúga þaðan nokkrum sinnum. Ég mun búa á afskekktu flugvallahóteli og kemst vonandi eitthvað niður í bæ í menningu og upplifelsi. Flýg líka tvisvar til Malmö og verð þar allann daginn og flýg svo baka til Gautaborgar um kvöldið. Þannig að Svergie verður tekið með trompi næstu daga. Það er fínt, enda Svíar kaupsjúkir á ferðalögum og græði ég á því..hehe.
Ég átti í raun ekkert að fara fyrr en á morgun. En þar sem ég var á bakvakt í dag var hringt í mig og ég þarf að fljúga til Gautaborgar í kvöld (vinna, flugtími ca. 40 mín) gisti þar í nótt og flýg svo aftur vinnandi til Köben í fyrramálið. Verð komin á Kastrup um 9 leytið og fer sem farþegi með SAS til Gautaborgar um hádegið aftur!! Já, ætli ég viti nokkuð hvort að ég sé að koma eða fara þessa dagana. Svo að ég ætla bara að hanga á Kastrup flugvelli í fyrramálið, ef einhver verður þar má hinn sami hringja í mig og við kíkjum saman í morgunverð:)
Er annars búin að vera í yndislegu fríi í 3 daga og hef gert mikið af því að útrétta, senda e-mail, fara í ræktina og hjólatúra. Peter er bara kátur í skólanum og finnst gaman. Hópurinn hans var hérna í kaffi um daginn og var gaman að hitta þau öll. Mjög international hópur, dani, íraki, úgandamaður og stelpa frá Nepal. Það verður gott að eiga vini á þessum stöðum í framtíðinni þegar við förum í ferðalag. Langar mest til Nepal í göngur...ok..sorry alltaf komin eitthvert annað í huganum. Best að einbeita sér að Gautaborg í bili.
Lísa mágkona og Björgvin Franz komu til okkar í gær og gistu í nótt og héldu svo til Íslands í morgun í 10 daga. Það var alveg frábært að fá þau og að knúsa BF litla minn. Við BF sendum Lísu og Peter svo bara út að hlaupa og við græjuðum rosa lífræna og holla veislu. Heimatilbúna gulrótasúpu, nýbakað múslíbrauð og avókadó súkkulaði búðing í eftirrétt. Namm.
Peter verður svo bara í hlaupa- og hjólagírnum á meðan ég er í burtu. Það eru bara 11 vikur í Köbenmaraþonið og hann tekur að sjálfsögðu þátt.
Hlynur brósi og Pétur Steinn litli ætla svo að kíkja á Peter á miðvikudaginn og vera fram á laugardag. Það verður nú gaman hjá þeim köllunum og ég kem svo heim á föstudaginn og fæ að hitta þá feðga aðeins. Hlökkum mikið til að fá þá í heimsókn.
Ég er mikið í því að stela myndum af Lísu og co. Þessar myndir voru teknar í vikunni þegar Lísa og vinkonur voru í skemmtiferð í köben og Lísa tók svo mynd af okkur Peter þegar við vorum að fara að hjóla heim. Við förum svo að vinna í að endurlífa myndasíðuna okkar.
Jæja, best að fara að pakka og græja sig fyrir átök kvöldsins.
Har de bra..jyttebra!!