
Sit hérna heima með löppina uppi á stól vafða í ís, allir gluggar og hurðar eru opin út á gátt og ég er með viftuna mína á fullum krafti beint fyrir framan mig.
Það er sem sagt 30 stiga hiti, sól og blár himinn og ég er að kafna. Stefni á að færa mig út í garð hvað á hverju.
Á laugardagskvöldið vorum við boðin í grill hjá Soffíu og Árna og það var glæsi veisla eins og alltaf hjá þeim. Þar voru líka vinafólk þeirra sem að maður að sjálfsögðu kannaðist við frá litla íslandi. Nú er að koma flugutíð í Dk og var ég stungin í fótinn þetta kvöld á milli iljar og ökkla eða hvernig sem maður á að lýsa þessu. Ég fann mikið fyrir stungunni og aðeins eftir á en svo pældum við ekkert meira í því og hjóluðum heim um miðnætti.
Daginn eftir var ég stokkbólgin og alveg að drepast í löppinni og á sunnudagskvöldið hringdi ég á læknavaktina. Mér var ráðlagt að taka ofnæmistöflur og kæla. Í gær fór ég svo frekar kvalin í vinnuna og alltaf þrengdist skórinn minn meira og meira. Löppin var eldrauð, þrútin og heit og ég var alveg 40 mín að hjóla heim. Sem betur fer var ég á hjóli því ég gat varla labbað. Í gærkvöldi var ég svo bara alveg búin á því og fór bara að sofa, hafði ekki kraft í að fara á slysó eða eithvað. Í morgun hringdi ég í lækninn minn og viti menn, stofan er lokuð í 2 vikur! Ég tók mig til fyrir vinnuna, að drepast i löppinni og hún orðin mjög ljót. Þá gróf ég upp eitthvað númer hjá lækni og fékk tíma á stundunni, ég hjólaði þangað og lét kíkja á þetta. Læknirinn sagði að þetta væri ekki falleg sjón, en hún héldi að eitrunin væri að fara að ganga til baka og ég ætti að hvíla fótinn, en ætti að koma strax aftur ef að það færi að myndast rönd upp með fætinum. Ég hringdi í Peter og sagði honum að ég væri að fara að hjóla í vinnuna og hann bara harðbannaði mér að fara. Og ég var eiginlega smmála honum en nenni bara ekki að vera heima!! En ég veit að ég yrði að drepast eftir vinnu í löppinni svo að ég var góð stelpa og fór beina leið heim með fílafótinn minn. Sem betur fer er ég ekki með neinn bjúg, því þá væri löppin sprungin! Svona er nú það.
æEg set in nokkrar myndir frá ferð Peters til Tux. Kv. Linda fílafótur og bumbubúi.