
Jæja, frábærir dagar á Maui að baki og Fiji bíður okkar í öllu sínu veldi, þar sem Aloha breytist í Bula! Á Maui gistum við á BananaBungalow sem er algjört bakpokaferðalanga hostel. Hostelið er ekki á aðalstaðnum en bíður hins vegar upp á frítt pick upp á flugvöllinn og fríar ferðir og uppákomur alla daga vikunnar. Á sunnudaginn skelltum við okkur í strandferðina ásamt ca. 30 manns og það var alveg ótrúleg upplifun. Við keyrðum hinum megin á eyjuna og fórum í gegnum alla flottustu bæina og resortana. Maui er nú fræg fyrir að mikið að ríku fólki kemur þangað og einnig fyrir geðveika golfvelli. Eyjan er líka með eitt fjölbreyttasta veðurfar sem fyrir finnst á eins litlu svæði. Á einum hluta eyjunnar er annað vætusamasta svæði í heimi og rétt hjá rignir aðeins í 3 daga á ári! Við fórum sem sagt á the Big beach og the little beach sem eru ótúlegustu strendur sem ég hef séð, hreinn sandur, tær sjór og engir steinar eða eitthvað rugl í botninum á sjónum. Stór klettur skilur strendurnar að og þarf að fara yfir hann til að komas á litlu stöndina. Þetta eru strendur sem að local fólkið fer á og litla ströndin er nektarströnd ef að maður er í stuði fyrir svoleiðis. Það eru margir hippar á Maui og safnast þeir allir saman á sunnudögum á litluströndinni. Allir mæta með bongotrommurnar sínar, kyndla og margt fleira furðulegt. Við sólsetur er svo sólin kvödd með geðveikum trommuslætti og dansi. Þetta var ótruleg upplifun og maður féll í trans við þetta allt saman eða kannski var það reykurinn sem sveif um ströndina sem hafði þessi áhrif á mann, hver veit. Þetta var ekki eitthvað túrista show, heldur bara local fólkið að skemmta sér saman. Ég gerði mér lítið fyrir og dansaði stríðsdans ásamt öllum hippunum á tippunum og mun lengi búa að þeirri upplifun.
Í gær fórum við svo inn í hinn heilaga Ioa Dal og gengum þar upp á tind í gegnum regnskóg. Þetta er staður sem fólkið á Hostelinu og fáir aðrir vita um svo að ekki var um neinn almennilega slóða að ræða, heldur bara algjör frumskógar stemmning. Enda vorum við öll rispuð í tætlur á höndum og fótum. Á leiðinni upp, sem tók rúmann klukktíma, borðuðum við villt hinber, Guava og jarðaberja Guava ávexti.. nammi namm. Við tróðum okkur í gegnum runna, klifruðum upp moldar veggi með því að halda okkur í rætur og margt fleira. Þegar upp var komið blasti við ótrúlegt útsýni. Þessi staður er heilagur á Hawaii, þarna áttu sér stað blóðug átök um landsvæði. Þetta svæði er erfitt yfirferðar og þess vegna er ýmis ólögleg ræktun þarna í gangi og fólk hefur verið skotið fyrir það eitt að ramba inn á slík svæði. Við enduðum svo ferðina á því að baða okkur í ískaldri á, í umhverfi sem líktist helst póstkorti. Geðveikt!
Þegar heim var komið ákváðum við að taka strætó einhvert! Fleiri á hostelinu voru með sömu plön svo að við fórum í road trip um Maui með hinu frumstæða strætókerfi. Þetta endaði sem hið mesta ævintýri hinu megin á eyjunni og skelltum við okkur á ströndina þar og horfðum á sólsetrið. Svo var málið að komast heim og við komumst að því að stætóinn hefði bilað og ekkert víst hvort að annar kæmi. Hawaii búar eru hins vegar yndislegir og redda öllu fyrir mann, svo að einn strætóbílstjóri sem var á leiðinni í allt aðra átt, kallaði út bíl fyrir okkur, keyrði okkur þangað sem við þurftum að vera og beið svo eftir bílnum með okkur, allt með sína farþega í bílnum!! Við tók svo hátt í klukkutíma ferð i einkastrætó heim á leið. Við kynntumst fullt af skemmtilegu, jafnt og rugluðu fólki í þessari ferð okkar til Maui.
Hier sind wir wieder, und aus Aloha wird nun BULA!! oder auf gut deutsch Hallo.
Die letzten Tage auf Hawaii waren super. Wir haben in einem Hostel übernachtet. Preis pro Nacht und Person um die 30 Dollar . Es war halt ein bisschen abseits der Touristenzentren haben aber alle Tage gratis Ausfluege angeboten. Am Sonntag sind wir und noch um die 30 andere an den Big Beach und den Little Beach gefahren. Das sind Traumstaende. Weisser Sand, klares Wasser , grosse Wellen, und der little beach ein Nacktstrand, was will man mehr. Die Zeit dort haben wir uns mit beachvolley, Frisbee, Bodysurfing,... verkürzt. Und zum Abschluss sind ein paar Einheimische mit ihren Bongotrommeln, fackeln und und und gekommen um haben eine richtige Party geschmissen. Doch wie es in den USA (Hawaii) so üblich ist durfte man keinen Alkohol am Strand geniessen, das das Rauchen von Marihuana, und so Sachen hat niemanden gestört. Und die Party war natürlich am Little beach.
Den darauflegenden Tag haben wir dann eine Wanderung in das Ioa Tal gemacht. Typisch hawaiijanisches Gelände. Steile Felsen und bis obenhin bewachsen. Auf dem Weg nach oben, das so ca eine Stunde gedauert hat, haben wir Guava Früchte, Erdbeeren, Bananen,... gefunden und als Jause am Gipfel verzehrt. Der Aufstieg war durch die dichte Vegetation ziemlich anstrengen, man musste teilweise fast kriechen, doch oben angekommen hat man die Anstrengung auch gleich wieder vergessen. Als krönenden Abschluss sind wir dann im BLUTIGEN FLUSS schwimmen gegangen.
Maui ist eine gewaltige Insel. Ein Teil der Insel, dort regnet es ca 12 Feet pro Jahr. Dort sind auch die ganzen Regenwaelder. Der andere Teil, der ist im Gegenteil trocken wie eine Wüste. Dort regnet es im Durchschnitt 3mal pro Jahr. Doch dort sind die ganzen 5 Sterne Resorts, Golfplaete, usw. Alles bewaessert und handgemacht. Ein Spielplatz der Reichen, oder deren, die aus der Hotelanlage nie herauskommen.
Jetzt sitzen wir gerade im Flugzeug auf dem Weg nach Fidji. Dort haben wir vor den Padi- Tauchkurs zu machen und ein bisschen auspannen. denn das naechste Monat wird ein bisschen anstrengend. In nur einem Monat die Ostkuest Australiens.
Tschüss und bis bald.
Nokrar góðar aukasögur.
Á stóruströndinni vorum við í blaki, frisbee og að leika okkur í sjónum. Fólk tók eftir því að við vorum stór hópur frá hinum ýmsu löndum en virtumst öll þekkjast. Ein stelpa frá Texas hélt að við værum á Maui í einhverju mega international brúðkaupi og fannst mjög spennandi að vita að við þekktumst í rauninni ekki neitt, heldur vorum við bara ferðalangar sem bjuggu á sama hosteli. Annar ameríkani kom til okkar og spurði hvort að þetta væri svona verkefni til þess að kynna evrópska og international menningu fyrir ameríkönum! Hvort að þetta væri svo hands on project, þar sem ameríkanar mættu leika sér við evrópubúa í blaki og frisbee á ströndinni á Maui!!! Daaa! Yndislegt fólk samt sem áður.
Í strætó á leiðinni einhvert og ekki vitandi hvar við áttum að fara út, töluðum við mikið saman um hvar við værum, hvað við ættum að gera osfrv. Við vorum 6 saman. Fólk frá Þýskalandi, Sviss og Ástralíu og voru svolítil læti í okkur. Öllum í strætó virtist vera slétt sama nema þegar við ákváðum að fara út úr stætó. Þá lét fólk heldur betur í sér heyra, einhver hippi harðbannaði okkiur að fara þarna út úr stætó, þarna var ekkert að sjá og við ættum að fara lengra. Strætó bílstjórinn lokaði líka bara hurðinni og allir í strætó tóku undir með þeim. Þið verðið að fara lengra, ekki fara hérna út! Frábært að allir voru sammála um þetta og við settumst aftur niður í hláturskasti. Á næstu stoppistöð ákváðum við að fara útúr stætó og spurðum yfir allann strætóinn hvort að allir væru sammála. Jújú, við máttum það og heill strætó kvaddi okkur innilega. Frábært fólk á Hawaii, allir boðnir og búnir að hjálpa til og ekki málið að keyra mann hingað og þangað.