Tuesday, 29 April 2008

Dagur 2 í vinnunni

Ég byrjaði að vinna í gær og það gengur bara vel. Ég þarf að læra á fullt af tölvukerfum, setja mig inní mikið af reglugerðum og koma mér inn í hlutina. Þetta tekur sinn tíma en er spennandi. Flestir sem ég vinn með eru danir svo að maður talar dönsku allann daginn, þrátt fyrir að opnbert tungumál fyrirtækisins er enska.

Ég er sem sagt að vinna í höfuðstöðvum A.P. Möller - Maersk Group sem er rétt hjá Litlu Hafmeyjunni. Þetta er svaka fyritæki og rosa hús. Það er stór líkamsræktarstöð, með spinningsal, pallasal og squass sal. Allt frítt fyrir starfsmenn. Svo er risa mötuneyti og maður borgar samasem og ekki neitt fyrir mat í vinnunni. Svo er boðið upp á frítt nudd í vinnutímanum!!!! Maður þarf bara að panta tíma með góðum fyrirvara. Svo eru hin ýmsu fríðindi sem að maður getur nýtt sér. Á kaffistofunni er svo fínasta kaffivél og Wii tölva. Í fyrsta skipti sem að ég kíkti þangað inn voru nokkrir menn í jakkafötum eins og vitleysingjar að spila virtual tennis á fullu, mjög fyndið.

Ég stefni á að hjóla í og úr vinnu. Sem er fínt ef að veðrið er svona gott eins og það hefur verið. Í dag var ég að stikna á leiðinni heim. Það tekur mig svona 30-40 mín að hjóla, með umferð.

Sem sagt bara vinna, vinna, vinna framundan :)

Fleiri myndir

Hér koma fleiri myndir.
Ein er af fyrstu máltíðinni í íbúðinni þegar við vorum að flytja inn. Á annarri er ég í action í training fyrir flugið, fannst frekar óþæginlegt að vera ólétt að henda mér þarna niður, slökkva elda of margt fleira. En það var ok.
Svo er mynd af mér og Björgvin Franz á Hovedbanegarden, þegar Lísa og BF voru á leið til Íslands og voru hjá okkur í 1 nótt. Hlynur og Pétur Steinn komu til okkar í nokkra daga og ég kom fárveik heim frá Gautaborg og eyddi deginum í sófanum og PS hugsaði vel um mig og spurði mig í tíma og ótíma: líður þér betur? Svo er mynd af Pétri Steini úti í garði hjá okkur.




Saturday, 26 April 2008

Góðar fréttir og nokkrar myndir






Góðu fréttirnar eru þær að ég er komin með vinnu og byrja á manudaginn. Þetta er búið að vera smá process og ég er búin að fara í 2 viðtöl og svo er búið að analysa mig niður í rass og til baka upp aftur í persónuleika prófum og ég veit ekki hvað og hvað.
En ég fékk heldur betur góða vinnu hja risa fyrirtækinu A.P. Möller-Maersk Group sem er bara spennandi og frábært að vera komin þangað inn!! Vei, vei. Þungu fargi af okkur létt!

Ég fékk líka úr blessaða TOEFL prófinu sem ég skellti mér í og fékk 643 stig af 660 mögulegum! Það þarf ca. 570 stig til að komast í námið mitt svo að ég er mjög ánægð með þetta.

Mamma hans Peters er ekki nógu góð þó að hún segi annað. En hún þarf væntanlega að fara á spítala í 3 vikur í Salzburg og svo á að sjá til. Æi, þetta er nú leiðinlegt. Þá er hún frekar langt í burtu og Dani nýkomin heim með Ferdinand litla. Við vonum það besta.

Í öllum harmleiknum sl. vikur gleymdi ég að segja frá því að Palli kom til okkar eftir að hafa verið nokkra daga í Horsens. Hann kom færandi hendi með íslenskann fisk og íslenska grillpönnu sem er hið mest þarfaþing. Við áttum saman rosa góða daga, kíktum á Frederiksberg- hverfið okkar, fórum í Christaníu, niður í bæ og út að borða. Mjög gaman að fá þig Palli og takk fyrir okkur!

Hér að ofan eru nokkrar myndir af ýmsu sl. vikur. Skemmtilegast finnst mér þó að sjá baksvipinn á mér á fyrstu myndinni...hehe

Tuesday, 22 April 2008

Orðlaus

Oh, maður er bara orðlaus og búin á því.
Það gengur ekkert að finna vinnu og ég er að verða frekar þunglynd og áhyggjufull yfir því. Það skiptir höfuðmáli eins og staðan er núna.

Mamma hans Peters er enn á sjúkrahúsi og ekki var hægt að gera aðgerðina því þetta var alvarlegra en þeir héldu og þarf hún að vera lengur á spítalanum. Hún fékk líka ofnæmi fyrir skyggiefninu og bólgnaði öll upp í andlitinu og fl.

Björgvin Franz hans Hlyns brósa og Lísu fór í hálskirtlaúrtöku um daginn sem gekk ok. Á sunnudagsnóttina var farið að blæða hjá honum og fór hann og Lísa í flýti með sjúkrabíl á sjúkrahús og hann fór aftur í aðgerð. Hann var búin að æla allt út í blóði heima hjá sér og svo aftur í sjúkrabílnum. Hlynur var heima að þrífa blóð alla nóttina og að hafa áhyggjur af drengnum. Hann fór svo ósofinn í lokaprófið sitt morgunin eftir. Lísa greyið er líka búin að vera svefnlaus og búin á því eftir þessi átök öll sömul.

Peter er kominn með 3ju flensuna á 2 mánuðum og er bara ekki að meika það.

Ekkert gengur að selja bílinn heima og lánið á honum hækkar og hækkar. Fjúka því peningarnir út úm gluggann í notlaust blikk sem stendur óhreyft á Íslandi. Alveg það sem maður þarf á að halda.

Eini ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að við fórum í 20v sónar í dag og það lítur allt vel út.

En núna er komið nóg af þessum harmleik sem staðið yfir hefur og það þarf eitthvað að breytast svo að maður fari nú ekki yfir um. Hvað er eiginlega málið?

Sunday, 20 April 2008

Sól í Köben.


Hæ hó, það er allt ok að frétta héðan. Mamma hans Peters fer í aðgerð á morgun og fær væntanlega að fara heim á miðvikudaginn. Vonum að það gangi vel.

Við erum búin að eiga góða helgi annars. Hjölli, Arndís og Vala komu til okkar í mat á föstudagskvöldið og var það bara kósí. Svo er veðrið búið að vera frábært í gær og í dag. Bara eins og á góðum sumardegi á Íslandi, blár himinn, 15 - 20 stiga hiti og bara snilld.
Þetta er búin að vera allsherjar hjóla helgi hjá mér, byrjaði daginn á spinning tíma á föstudaginn. Í gær fórum við Peter í langann hjólatúr út á Amager Strandpark í frábæru veðri.(www.amager-strand.dk) Þar löbbuðum við útum allt og lögðum okkur svo í grasinu. Svo hjóluðum við niður í bæ og alls staðar var fólk á úti kaffihúsum og að spóka sig. Peter stefnir ennþá á maraþonið þrátt fyrir meiðsli og átti því að taka lengsta hlaup vikunnar í gær. Eftir hjólatúrinn fór hann af stað og var að hlaupa í Frederiksberg have. Veðrið var svo gott að ég hjólaði líka þangað og labbaði þar um, settist í grasið og las bók og Peter kom reglulega við og heilsaði upp á mig. Sem sagt bara frábær dagur og við orðin vel útitekin..eða ég er smá bleik...Peter stefnir náttúrulega á svartalitinn. Ósanngjarnt! Við hjóluðum sem sagt svona 25 km í gær og Peter hljóp svo álíka langt. Enda var hann alveg búin á því þegar hann kom heim.
Í dag fórum við svo aftur í góðann hjólatúr. Alla leið upp með Søerne og um Østerbro hverfið. Enduðum svo á því að leggja okkur í sólbað í garðinum þar sem Parken er. Þar var fólk í fótbolta, picknic og nokkrar voru á bikiní!! Mjög gott og hressandi allt saman. Núna er Peter að tækla lærdóminn því það er fyrsta evaluation á verkefninu þeirra á fimmtudaginn.
Hilsen úr sólinni.

Friday, 18 April 2008

Skin og skúrir..

Við fengum þær leiðinlegu fréttir í fyrradag að mamma hans Peters hefði verið send með sjúkrabíl upp á spítala þar sem að hún fékk vægt hjartaáfall. Hún er núna búin að vera á gjörgæslu í 2 daga og verður væntanlega flutt á morgun á spítalann í Innsbruck þar sem hún fer í frekari rannsóknir og hjartaþræðingu, jafnvel fær hún gangráð.
Þetta er mjög leiðilegt sértaklega í ljósi þess að hún vinnur 24/7 og gerir sjaldan nokkuð fyrir sjálfa sig. Á miðvikudaginn var síðasti vinnudagur vetrarins hjá þeim og hún átti að fara í 4 daga ferðalag með vinnufélugunum í gær. Einnig ætti hún að fara í spa ferð með tennisklúbbnum sínum í næstu viku. En það verður ekkert af þessu. Hún verður að taka því mjög rólega á næstunni, sem verður erfitt fyrir hana því hún er alltaf á fullu og nýfætt barn í húsinu líka. Hún kom heim úr vinnunni á miðvikudagskvöldið og var að drepast í hendinni, hún stökk því upp á loft og náði í blóðþrýstingsmæli og mældi þrýstinginn hjá sér. Hún sá að hann var sama sem og enginn og þá hringdi hún í vinnuna að láta vita að hún færi ekki með í ferðalagið..SVO hringdi hún á sjúkrabíl! Alveg ótrúleg!
Svo er Daniela systir hans Peters á örðum spítala, það hefði verið fínt að hafa þær á sama stað. Dani og Ferdinand heilsast vel og fá að fara heim eftir helgina. Konur eru miklu lengur á spítala í Austurríki og Danmörku eftir fæðingu en á Íslandi.
Já, svona er nú það.

Wednesday, 16 April 2008

Splunkunýr Erler!


Systir hans Peters hún Daniela átti þennann litla sæta strák þann 14.04. Hann var á endanum tekinn með keisara, en þau eru bæði hress. Hann var 2350 g og 46 cm, bara lítill snáði. Hann hefur fengið nafnið Ferdinand Robert og er linkur á síðuna hans hérna neðar.

Thursday, 10 April 2008

Barn á leiðinni!

Jæja, gott fólk. Eins og kannski flestir vita nú þegar eigum við von á barni! Ég er nú komin 18 vikur á leið eða 4 og hálfann mánuð og allt er eins og það á að vera. Var að koma úr fyrstu mæðraskoðuninni. Bumban stækkar hægt og rólega, sem betur fer er hún ekki orðin mjög stór en tekur kippi við og við.
Við erum búin að fara tvisvar sinnum í sónar og allt lítur mjög vel úr. Næsti sónar er 22. apríl en við ætlum ekki að fá að vita kynið.

Síðastliðnir 3 mánuðir hafa verið rússíbanareið líkastir. Við vorum að flytja í nýtt land, með íbúð og bíl á sölu, Peter á leið í nám og ég fór beint í að fljúga héðan frá Köben og Svíþjóð. Mitt í öllu þessu kom svo í ljós að ég væri ólétt og á að eiga ca. 12. sept eða á sama tíma og ég byrja í mastersnámi!! Hallelújah!

Núna er mesta vandamálið fyrir mig að fá vinnu. Ég var að fljúga héðan í 2 mánuði og það gekk ágætlega. Hér og annarsstaðar í skandinavíu er reglan hinsvegar sú að um leið og maður er óléttur hættir maður að fljúga og því rak fólk upp stór augu þegar það frétti að ég væri ólétt. Til að eiga einhver réttindi hér í Dk verð ég að vinna í minnst 13 vikur og tíminn líður skal eg segja ykkur. Ég hef örugglega sett heimsmet í atvinnuumsóknum sl. vikur og vonandi fer daninn að taka við sér. Hér gerist ekkert 1, 2 og 10! Það þarf alltaf nokkrar vikur í svona mál! Já, já, þetta reddast allt saman. Maður verður bara að passa sig að slaka á inni á milli og njóta þess.

Vonandi hafa það allir gott þarna úti í hinum stóra heimi.
Kv. Linda og Peter +1

Sunday, 6 April 2008

Gaman saman.

Já, enn á ný er helgi og við höfum það mjög gott.

Ég var skráð í TOEFL próf(alþjóðlegt enskupróf)á föstudaginn og var búin að greiða morðfjár fyrir það en svo kom í ljós að ég þurfti ekki að taka það til að komast inn í námið mitt. Það var of seint að fá endurgreitt, en ég ætlaði bara að slaufa því að fara í þetta próf. Enda ekkert búin að gera varðandi það nema að taka 2 doðranta á bókasafninu sem að rykféllu hér heima. Á fimmtudagskvöldið var ég eitthvað að pæla hvort að ég þyrfti að taka þetta próf seinna ef að maður myndi skella sér til Ástralíu í skiptinám. Jú, jú það var rétt hjá mér svo að ég fór í prófið á föstudagsmorguninn og gekk bara þrusuvel. Fæ útúr því eftir 2-3 vikur. Ég var bara pollróleg yfir þessu en hitti nokkra mjög stressaða einstaklinga sem voru búnir að læra í mánuð eða meira! Jei.

Á föstudagskvöldið fórum við svo 10 saman út að borða eins og ég nefndi hér að neðan. Það var frábært kvöld, mikið talað og helgið. Eftir matinn skelltum við okkur á brugghús og svo var farið heim seint og síðarmeir. Ég var nú samt komin fram úr um 8 leytið á laugardagsmorgun og var bara óstöðvandi þar til ég sofnaði eldsnemma í gærkveldi. Ég fór í hjólatúr, í ræktina, að versla, bakaði, tók til og hringdi í Evu mína í USA. Peter var límdur við tölvuna í lærdómi allann daginn, duglegur strákur. Hann er núna úti að hlaupa og ég er að fara að skúra.
Verið þið sæl.

Thursday, 3 April 2008

Skemmtileg helgi að baki og framundan.

Síðasta helgi var alveg frábær hjá okkur og það skemmtilega var að það var ekkert planað. Við ákváðum að kíkja á Hildi og Hjölla í kaffi á laugardaginn og fréttum þá að Siggi og co. væru á leiðinni þangað. Við vorum þá 6 fullorðin og 6 börn með 2 lánsbörnum úr hverfinu. Arndís dóttir Hjölla og Hildar og vinkona hennar héldu svaka danssýningu fyrir okkur og allir fengu aðgögnumiða og sátu á púðum á gólfinu á meðan stelpurnar dönsuðu við danskt rapp.
Við ákváðum svo öll að panta mat frá Stiksn'Sushi fyrir þá fullorðnu og Mcdonalds fyrir krakkanna. Við stelpurnar sóttum matinn og strákarnir fóru út í búð og keuptu meiri bjór og bland. Maturinn var vægast sagt frábær í alla staði og allir voða happy. Svo voru spilapeningarnir teknir upp fyrir póker kvöldsins. Við Peter höfðum aldrei spilað fyrr en enduðum sem vinningshafar með allt sem var í pottinum! Ekki slæmt það. Um 2 eða 3 var pantaður taxi heim á leið og hjólin voru skilin eftir, alveg eins og maður skilur bílinn eftir á íslandi. En það var nú frekar vegna þreytu en drykkju.

Daginn eftir vorum við boðin í mat hjá fólkinu sem að leigði pláss í gámnum hjá okkur hingað út. Við höfðum hitt þau og vinafólk þeirra einu sinni þegar þau komu að sækja dótið sitt hingað. Þá komumst við að því að við værum öll á svipuðum aldri og með sviðuð áhugamál, sem sagt skíði, ferðalög og fjallamennsku. Þau voru svo frábær og buðu okkur í allsherjar íslenska veislu ásamt 2 öðrum pörum. Þetta var þrælskemmtilegt sunnudagskvöld og ekki skemmdi maturinn fyrir. Það var klausturs bleikja og silungur í forrétt og hreindýralundir í aðalrétt. Allt alíslenskt og veitt af húsbóndanum. Eftir mikið spajall og nokkrar rauðvín var áður en við vissum af komið fram yfir miðnætti. Við gerðum okkur lítið fyrir og tókum einn rómantískan hjólatúr heim sem tók um 40 mín. Mjög hressandi svona á sunnudagsnóttu.

Þetta var sem sagt fránær helgi og ekki er verri helgi framundan. Vinir og fyrrverandi vinnufélagar Peters og stráknna eru hér í Köben yfir helgina og erum við öll að fara út að borð saman á morgun. Svo er Jói frændi og Elísa að koma til okkar á sunnudaginn í kaffi... við eigum bara eftir að græja eitthvað skemmtilegt fyrir laugardaginn..hehe.